Skírnir - 01.07.1891, Side 25
HeilBufar og mannalát.
25
Gíslason i Miðdala])ingum (d. 1843), ðlafssonar biskups Gíslasonar, og Guð-
rún Jónsdðttir (d. 1842) prests Þorlákssonar að Bægisá. Hann fór í
Bessastaðaskóla 1835, útskrifaðist 1841 með bezta vitnisburði, var vígður
19. maí 1844 að Ásum í Skaptártungu, fékk Borg á Mýrum 1859 og Stað-
arstað 1874 og fluttist þangað árið eptir, en lét af prestskap 1890; árið
1844 gekk bann að eiga Ragnheiði Pálsdóttur prófasts Pálssonar i Hörgs-
dal, er liflr hann, og varð þoim 17 barna anðið. Hann „var maður vel
gáfaður, hjartagóður, hreinlyndur, spaklyndur og einhver skylduræknasti
embættismaður“, kennimaður góður og lærður vel.
Þá létust og á þessu ári nokkrir leikmenn, er hér þykir vert að geta:
Helgi Jónsson, Kunólfssonar, bóndi i Árbæ í Holtum andaðist 3. jan. (f.
1842); kona hans var Helga Sigurðardóttir frá Barkarstöðum. Einar Ein-
arsson, organleikari í Hafnarfirði, andaðist 7. s. m. (f. 23. okt. 1853), „ein-
hver mestur þjóðhagi sunnan lands“. Árni Eiriksson, bóndi í Stapakoti i
Njarðvíkum, andaðist 24. s. m., 57 ára, búhöldur góður. Rósinlcar Arnason,
Jónssonar sýslum. Arnórssonar, í Æðey andaðist 1. febr. (f. 15. ág. 1822),
búhöldur mikill og auðmaður. Sigurður Sigurðsson, bóndi í Leyningi í
Eyjafirði, andaðist 17. febr. (f. 4. apríl 1821), búmaður góður og atorku-
maður. Jón Jónsson, bóndi í Borgarholti i Miklaholtshreppi, andaðist 6.
marz; hann var auðugastur allra bænda í Snæfellsnessýslu að sauðfé. Árni
Hildibrandsson i Hafnarfirði andaðist 17. marz (f. 17. okt. 1814), atorku-
maður og fjáður vel. Zaltarías Jóhannsson, prests Bergsveinssonar að
Heydalsá í Strandasýslu, andaðist 31. marz (f. 1801), „búsýslumaður mik-
ill og smiður hinn bezti“; síðari kona hans var Ragnheiður Einarsdóttir,
systir þeirra bræðra Torfa á Kleifum og Ásgeirs á Þingeyrum. Þorsteinn
Sigurðsson, bóndi í Fagradalstungu í Dölum, andaðist 7. apr., 76 ára, at-
orkumaður. Jón Jóhannesson, bóndi á Breiðabólsstöðum i Sökkólfsdal,
andaðist 18 apr., 71 árs, „búhöldur og auðsældarmaður". Árni Thorla-
cius, kaupmaður i Stykkishólmi, andaðist 29. apr., 87 ára; hann var hinn
mesti atgervismaður í hvívetna og fiestum mönnum fróðari, einkum í sögu
landsins og ættvísi, enda er nokkuð til prentað eptir hann i þeirri grein
(örnefnalýsingar o. fl.), veðurskýrslur hefir hann og samið frá 1845 bæði
fyrir veðurfræðifélagið í Edinborg og i Kaupmannahöfn. Helgi Magnús-
son í Birtingaholti andaðist 6. júni (f. að Berghyl 16. sept. 1823). For-
eldrar hans voru Magnús alþm. Andrésson og Katrin Eiriksdóttir (frá
Reykjum á Skeiðum). Hann bjó um 40 ár i Birtingaholti og gerði þar
stórkostlegar jarðabætur; hann „var búsýslumaður mikill og starfsmaður