Skírnir - 01.07.1891, Page 27
Frá íslendingum i Ameríku. 27
Frá íslendingum í Ameríku. Nú er svo komið, að fullnr 8. hluti
hinnar íslenzku þjóðar er kominn vestur um haf og hefir tekið sér ból-
festu þar víðsvegar um bygðir annarra landnámsjijóða; halda þeir þó sinn
hóp eptir því sem verða má og neyta allrar orku til að viðhalda þjóðerni
sínu og láta það eigi verða fyrir borð borið; má og óhætt fullyrða, að
þeir láta eigi sitt eptir liggja, er þangað er komið, að afla fjárins og
færa sér þau gæði í nyt, er landið hefir fram að bjóða, og er svo að sjá
sem sumum hverjum, er hér báru halt höfuðið og höfðust ekki að, hafi vax-
ið þrek og mannskapur til að neyta krapta sinna, er þeir voru þangað
komnir og eigi var annars úrkostar en að vinna. Ef trúa má skýrslum
þeim, sem birzt hafa uin efnahag íalendinga vestur þar, þá hefir þeim bú-
nazt þar mjög vel, er á alt er litið. Fólksflutningar héðan af landi urðu
með minsta móti, þar sem eigi fór nema rúmt 100 manns búferlum til
Ameríku — flestir til Canada.
Veturinn var snjólitiil og vorið kalt og þurt; akrar og engi voruþví
lítt sprottin þar til í júním., að brá til rigninga og hlýviðra svo mikilla,
að þá er heyskapur og uppskera byrjaði í lok júlím., var jörð öll betur
sprottin en menn vissu dæmi til; hefðu því landsnytjar allar orðið með
bezta móti, ef eigi hefðu frost og rigningar spilt nokkru um á sumum
stöðum og þó eigi til muna.
Hið 7. ársþing hins evangeliska, lúterska kirkjufélags var haldið i Winni-
peg 17.—22. júní. Alls voru þá 22 söfnuðir, sem reglulegrar prestþjón-
ustu njóta, í kirkjufélaginu, en prestar eigi fleiri en 4, þar sem þeir voru
5 árið áður; skal á það drepið síðar. Engar nýjar kirkjur höfðu verið
vigðar frá því á síðasta kirkjuþingi, en nokkrar voru í smiðum. í söfn-
uðura kirkjufélagsins voru alls 4906 manns og þvi nokkru færri en árið
áður. Eitt hið helzta mál, er þetta þing átti um að fjalla, var enn sem
fyrri skólamálið; að vísu hefir skólinn eigi enn þá tekið til starfa, bæði
fyrir sakir féskorts og af öðrum ástæðum, en samskotunum er enn haldið
áfram af kappi og full von til, að þess verði eigi langt að bíða, að skól-
inn komist á stofn, enda sjá kirkjufélagsmenn það fullvel, að þörfin er
brýn, ef félagið hygst munu geta staðizt og haldið til kapps við önnur
kirkjufélög þar í landi. Skólasjóðurinu var orðinn rúm 600 dollara. Á
þessu kirkjuþingi fluttu prestarnir fyrirlestra um trúarefni og kirkjumál
og voru 3 þeirra síðan prentaðir í tímariti, er prestarnir vestur þar ætla
framvegis að gefa út, og hefir séra Friðrik Bergmann ritstjórn þess á hendi;
ritið heitír „Aldamót" og á að koma út einu sinni 4r hvert.