Skírnir - 01.07.1891, Page 28
28
Fr& ÍBlendingum í Ameríku.
Á öndverðu þessu ári reis upp ágreiningur nokkur um trúarefni innan
vébanda kirkjufélagsins sjálfs. Séra Magnús Skaptason, sem verið hefir
prestur í Nýja-íslandi frá því, er hann fór vestur, tók að hvarfla frá kenn-
ingu lútersku kirkjunnar um eilífa útskúfun; forseti kirkjufélagsins sendi
þá séra Hafstein Pétursson á hans fund til að telja honum hughvarf, en
það láuaðist ekki, og skömmu síðar sagði séra M. S. sig úr lögum við
kirkjufélagið og með honum 4 söfnuðir, er hann hafði áður veitt prest-
þjónustu. Urðu síðan allharðar deilur um þetta mál í blöðunum og engar
likur til að saman gangi með flokkunum úr þessu. Þessi sundrung öll
var kirkjnfélaginu skaðvænleg, þar sem mannmargir söfnuðir gengu undan
og slitu félagskapinn, en prestafæðin áður tilfinnanleg og allar vonir þrot-
nar um, að prestar héðan að heiman fáist til að fara vestur i því skyni að
takast þar prestþjónustu á hendur. En af annarri hálfu átti kirkjufélagið
og í vök að verjast fyrir únítaraflokki þeim, sem Björn Pétursson hefir
stýrt hingað til, og presbyteriönum, er eigi voru heldur aðgerðalausir; en
Jónas Jóhannsson, sá sem mestur var atkvæðamaður af þeirra hálfu, dó
um sumarið, og mun nú varla vera eptir þeim megin annað en herinn
höfuðlaus.
Þegar i byrjun ársins urðu ritstjóraskipti við „Lögberg“, er Einar
Hjörleifsson fór algerlega frá, en Jón Ólafsson tókst einn á hendur rit-
stjórn blaðsins; en það stóð að cins skamma stund, því að eigendum blaðs-
ins þótti ólag komið á fjárreiðu þess, er hann hafði átt um að fjalla, og
varð hann því aptur að rýma sætið fyrir Einari Hjörleifssyni. Með síð-
asta ársfjórðungi tók Jðn Ólafsson að gefa út vikublað, er hann kallaði
„Öldina“. Yið fráfall Qests Pálssonar (sjá 23. bls.) urðu og ritstjóraskipti
við „Heimskringlu11, enda var liann áður ráðinn í að hætta því starfi og
hverfa aptur hingað í álfuna; en meðan hann var ristjóri vestur þar, bar
minna á þeim ríg og fjandskap milli blaðanna, er löngum hefir viljað við
brenna bæði fyr og siðar.
Þjóðhátíð íslendinga í Winnipeg var haldin 18. júní og fór vel fram,
en var þó eigi jafnmikilfengleg sem árið áður. í kvæðum þeim og ræð-
um, er fram voru fluttar þar, var farið vinsamlegum orðum um oss hér
heima og vikið til meiri samvinnu, en verið hefði að undanförnu.
Af íslendingum, búsettum í Ameríku, létust Páll Pétursson Eggerz
(18. maí) og Níels stúdent Lambertsen (30. okt).