Skírnir - 01.07.1891, Page 30
30
Evrðpa 1891
ir þá, sem yrðu særðir i einum bardaga. Hinar nýju byssur mundu sópa
hinum voldugu herjum eins og heyi. Þegar ófriðurinn væri á enda háður,
kæmu svo i ljós afleiðingar hans, sultur og seyra og hallæri og banvæn-
ar drepsóttir, sem ekki yrðu hót betri, heldur skæðari og voðalegri en
sjálfur svartidauði. En Billroth var eins og rödd í eyðimörku.
Stjórnendurnir lofuðu reyndar friði eins og vant er. En menn héldu
áfram að smíða morðvopn, að venja herlið við víg og hernað. Þýzkur
herforingi, Lessczynski að] nafni, ritaði um ófriðarhorfur í timaritið
„Deutsche Revue“ og sagði, að ófriður mundi ekki verða í Evrópu fyrr
en 1894, því þá fyrst yrðu Bússar búnir að vopna her sinn nýjum vopn-
um. En þó haldið sé lífinu í friðnum með forsjálni og aðhjúkrun, með
dúðum og umbúðum, þá er hann samt dauðveikur. Frakkland reynir, þegar
er færi gefst á því, að taka Elsass og Lothringen frá Þýzkalandi. Rúss-
land reynir, þegar gott færi gefst á því, að breyta til suðaustan til í Evrópu.
Enn þá bíða þeir Frakkar og Rússar og vilja sæta lægi. Friðurinn tórir,
en hvað lengi?
Nýársdag 1891 lofuðu allir stjórnendur friði, en hálfum mánuði síðar
sást, að enn lifði í ófriðarglæðunum. Rússastjórn lét umboðsmann Þjóð-
verja í Sofia, höfuðborg Búlgaríu1, afhenda Búlgaríustjórn bréf; kvartaði
hún í því yflr, að Búlgaría væri orðin athvarf og hæli rússneskra níhilista
og sakamanna; væri þeim þar tekið tveim höndum jafnvel af Stjórninni,
og sumir settir í embætti. Lýsti Rússastjórn yfir óánægju sinni, en lítið
um svör frá Búlgörum; þeir vísuðu til Tyrkjans í Miklagarði, en hann
dró alt á langinn.
Skömmu síðar varð mönnum hverft við, er Orispi, sem var talinn ein
af aðalstoðum þrenningarsambandsins, var steypt úr völdum. Ítalíuþing
var óánægt með fjárhagsstjórn hans og líkaði illa, að hann hafði á þingi
lastað þá menn, sem leystu ítaliu úr dróma. Kvað hann þá hafa sleikt
sig upp við stórveldin. Var Crispi þá velt úr völdum og aðalsmaðurinn
Di Rudini tók við stjórn. Héldu þá Frakkar, að þrenningarsambandið
væri út.i með þeim Bismarck og Crispi, en þeim varð engin kápan úr þvi
klæðinu. Rudini lýsti yfir á þingi 14. febrúar, að stjórnin mundi halda
sama ríghaldi í sambandið við Þýzkaland og Austurríki og Crispi hefði
gert. Jafnframt þvi mundi hún leitast við að ryðja úr brautu öllum þeim
rógi og áburði, sem hefði komizt upp milli Ítalíu og Frakklands og eiga
1) Rússar hafa engan umboðsmann par, pvi stjórnin er ólögmæt i þeirra augum.
Omboðsmaður Þjóðverja annast málefni þeirra.