Skírnir - 01.07.1891, Side 31
Evrópa 1891.
31
gott eitt við nágranna sína að vestan. Þjóðverjar og Austnrríkismenn
urðu guðsfegnir, er þeir sáu, að Rudini fetaði í fótspor Crispis, og féll
nú allt í ljúfa löð.
Prans Ferdinand erkihertogi, ríkiserfingi í Austurríki, heimsótti Rússa-
keisara og var tekið forkunnar vel. Sendust þeir keisararnir kveðjur á og
létu sem ekkert bæri í milli landanna.
Yilhjátmur keisari lét líka vinalega við Prakka og gerði sendiherra
þeirra hærra undir höfði en öðrum sendiherrum. Þegar liinn ágæti franski
málari Meissonnier dó, sendi hann listafélaginu í París bréf og kvaðst sam-
hryggjast því. Móðir hans, ekkja Friðriks keisara, kom við í París á
leiðinni til Englands.
Svo stóð nefnilega á, að halda átti almenna listaverkasýningu í Ber-
lín og Frakkar hafa ekki síðan 1871 tekið þátt í þýzkum sýningum. Nú
vildi keisaraekkjan fá franska listamenn til að taka þátt í Berlínarsýn-
ingunni. Tók hún sér annaö nafn og kallaðist greifafrú, bjó í húsi hins
þýzka sendiherra i Paris og ók um bæinn til að hitta franska listamenn
og biðja þá að senda listaverk til Berlinar. Sumir lofuðu því og stjórnin
lét vinalega við keisaradrotninguna. Dérouléde og ýmsir aðrir urðu æfir
yfir því, að stjórnin varaðist að láta hana sjá nokkrar menjar um stríðið
1870—71. Urðu orðahnippingar um þetta á þingi og utan þings, og æs-
ingar í borginni. Hinir frönsku málarar sáu sér ekki annað fært i þeim
gauragangi, sem nú varð, en að lýsa yfir að þeir mundu ekki til Berlín-
ar fara nema i ófriðarskyni. Yar keisaradrotningu nú ekki lengur vært
í borginni og fór huldu höfðu. Var enginn látinn vita um dag eða stund
nær hún færi, því stjórnin var hrædd um uppþot og aðsúg að henni af
skrílnum.
Þannig Iæddist keisaramóðirin burt úr Parísarborg, en sonur hennar
í Berlin varð foköskuvondur. Hinn 28. febrúar lét hann þá tilskipun
út ganga, að enginn maður mætti stíga fæti yfir landamærin milli Frakk-
lands og Elsass-Lothringen, nema hann hefði útvegað sér leiðarbréf hjá
sendiherra Þjóðverja í París. Þannig var þessum frönsku fylkjum stíað
frá Frakklandi. Sást enn, að grunt var á því góða með Frökkum og
Þjóðverjum, og stóð mönnum stuggur af því.
En i öndverðum aprílmánuði hélt Austurríkiskeisari ræðu í hinu ný-
kosna ríkisráði. Sagði hann, að allar þjóðir æsktu friðar og að allar stjórn-
ir hefðu látið uppi við ráðgjafa sína, að friðurinn gengi þeim fyrir öllu.
Nokkru síðar hélt Þýzkalandskeisari ræðu i Dusseldorf og sagði, að frið-