Skírnir - 01.07.1891, Side 32
32
Evrópa 1891.
num í Evrópu mundi aldrei verða raskað, ef hann lægi í sínum höndum,
en hann vildi allt til vinna að halda honum við. Trúðu menn pessum
friðarræðum og voru ugglausir um stund.
Meðan Bismarek hafði stjórnartaum á Þýzkalandi var hann ætíð vina-
legur í yfirbragði við Bússa, þó hann væri undir niðri fjandmaður þeirra,
var því ætíð kaldranalegur við Englendinga, mótstöðumenn Rússa i Asiu,
og kvað Búlgaríu alls ekki koma Þýzkalandi við. Gat hann með þessu
móti spornað við því, að stjórnirnar á Frakklandi og Bússlandi tækju hönd-
um saman, þó þjóðirnar gerðu það.
Caprivi, eptirmaður Bismaroks, hélt í alt aðra stefnu. Hann fór að vilja
keiBarans, vingaðist við Englandsstjórn og lét sem hann mundi styðja
Austurríki að öllum málum. Þýzkalandskeisari fór í öndverðum júlímán-
uði til Englands og kom við í Hollandi á leiðinni. Aður hann lagði af
stað fékk hann hraðskeyti, á Saxelfi við Hamborg, um að þrenningarsam-
bandið væri framlengt um sex ár. Lýsti hann yfir gleði sinni, að frið-
num skyldi vera borgið um svo langan tíma i Evrópu.
Blöð apturhaldsmanna á Englandi tóku honum forkunnar vel og kváðu
Þjóðverja og Englendinga mundu styðjast í blíðu og stríðu hvað sem á
kynni að dynja. En blöð Gladstoninga tóku i annan streng, og létu vina-
lega við Frakka. Daily News kvað Englendinga mundu taka eins blíð-
lega á móti forseta hins franska þjóðveldis, ef hann kæmi í land þeirra,
og þeir hefðu tekið Þýzkalandskeisara. Keisara var haldin hátíð mikil i
Guildhall (gildaskála) í Lundúnum af bæjarstjórninni, 10. júli. Keisari
svaraði ávarpi bæjarstjóra með ræðu. Kvaðst hann að svo miklu leyti
sem í valdi hans stæði, vilja halda hinni fornu langvináttu milli Þýzka-
lands og Englands. Hann vildi fyrir hvern mun halda uppi friðnum og
leitast við að efla gott samkomulag milli Þýzkalands og nágranna þess.
Næsta dag var keisari á hersýningu í Wimbledon. Síðan fór hann á
skipi sínu til Noregs skemtiferð. Á meðan héldu ensku blöðin áfram að
ræða um ferð hans og komust að þeirri niðurstöðu, jafnvel apturhalds-
menn, að Englendingar skyldu láta vinalega við þrenningarsambandið, en
þó ekki leggja neitt í sölurnar eða binda sig neinum böndum gagnvart
því. Aðalblað apturhaldsmanna, Standard, kvað England óska þess helzt,
að allt í Evrópu héldist í því horfinu, sem nú væri, einkum í Miðjarðar-
hafinu. Nú leiðir af því, að Englendingar vilja fegnir styðja ítali gegn
ofurvaldi Frakka i Miðjarðarhafinu. Enginn veit, liverju þeir bafa lofað
ítölum, en flotadeild sú, er þeir ætíð hafa á vakki í Miðjarðarhafinu, kom