Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 35
Evrópa 1891.
35
móti. Englendingar snngu Marseljuljóð og Frakkar sungu þjóðlag Eng-
lendinga, sama lag og „Eldgamla ísafold“. Næsta dag hélt Victoría drotn-
ing stórveizlu fyrir Gervais í Osbornehöll. Sendiherra Frakka í Lundún-
um og sjóforingjar Gervais voru lika í boðinu. Hinn 21. ágúst skoðaði
Englandsdrotning flota Frakka og sendi síðan Carnot hraðfrétt. Kvaðst
hún gleðjast yfir heimsðkninni og dást að flotanum. Carnot svaraði um
hæl með blíðu. Itak nú hver hátíðin aðra, þangað til Frakkar sigldu til
Cherbourg 26. ágúst. Höfðu þeir dvalið viku í Portsmouth, enda var minna
þar um kjass og atlot en á Rússlandi.
Þjóðverjum líkaði, eins og von, var afarilla, að Englendingar sýndu
Frökkum þessi vinahót, rétt eins og þeir hefðu gleymt því, að Vilhjálmur
keisari hafði nýlega komið þar. Blöð Bismarcks tóku strax í þann streng-
inn og kváðu Englandsferð keisara vera hið mesta glappaskot. Þjöðverj-
um stóð stuggur af þeirri ófriðarbliku, sem duldist undir vináttu Rússa og
Frakka. Keisari, sem hafði meiðzt á fæti í Noregsferð sinni og orðið að
dveljast um hrið í Kíl, hélt hersýningu, þegar er hann kom til Berlínar.
í ágústlok hélt hann ræðu i Merzeburg og minntist hvorki á Frakka né
Rússa, en sagði: vér vonum allir, að friðurinn haldist, en ef öðruvísi skyldi
fara, þá verður það ekki oss að kenna. Var auðfundið, að hann þóttist
ekki ugglaus.
í septembermánuði voru haldnar miklar hersýningar í Austurríki, á
Frakklandi og Þýzkalandi. Vilhjálmur keisari brá sér á hersýninguna í
Bæheimi með Oaprivi kansellera sínum. Voru þeir þar fyrir Austurríkis-
keisari og utanríkisráðgjafi hans Kalnoky í bænum Schwarzenau. Lét
Vilhjálmur i ljósi eptir sýninguna, að her Austurrikis hefði fríkkað, og fór
fögrum orðum um hann. Þaðan fór hann til Miinchen og hélt hersýn-
ingu yfir Bæaralið; fór hann mörgum orðum um, hversu traustur og ör-
uggur her Þjððverja væri norðan frá hafi suður að Alpafjöllum. Kvaðst
hann aldrei hafa séð jafnfrítt lið, og mundu Þjóðverjar nú, ef þeir væru
samtaka, geta staðið í öllum fjandmönnum, eins og 1870. Síðan
hélt hann hersýningu í Kassel og ræðu í veizlu á eptir. Kvaðst hann
hafa séð afa sinn ríða þar í bæ 1871 með hessiskt lið, er hann kom úr
sigurfórinni gegn Frökkum. Kvaðst hann trúa og treysta, að Þjóðverjar
væru jafnsnjallir nú og þá. Því næst hélt hann hersýningu í Erfurt og
ræðu á eptir. Aldrei hefði Þýzkaland verið svívirt og auðmýkt eins og
hér. Hér hefði hinn korsíkanski ruplari látið þjóðina, látið þýzka höfð-
ingja, knékrjúpa sér. En frá Erfurt hefði líka komið sú hefndarelding,
3*