Skírnir - 01.07.1891, Side 36
36
Evrópa 1891.
sem steypti honum 1818. Keísari átti með þessu við bardagann við Jena,
sem stóð nálægt Erfurt; líka átti hann við það, er Napóleon mikli lét alla
fursta á Þýzkalandi og sjálfan Rússakeisara horfa á franska leikendur í
leikhúsinu í Erfurt 1808. Einn af leikendunum var hinn ágæti Talma.
Þegar ræðan var prentuð, var sett „sigurvegari“ í stað „ruplari“, en eng-
inn efaðist um, að hann hefði nefnt hitt orðið. Ýms frönsk hlöð urðu æf
og þótti óvirðulega talað um Napóleon. En stjórnin franska tók því með
mestu stillingu, því hún þóttist óhult og örugg eptir Kronstadt-ferðina.
í septemher var haldin austantil á Frakklandi hin mesta hersýning,
sem nokkru sinni hefir haldin verið. Hátt á annað hundrað þúsund manna
áttu þar í stóroruBtum og hergöngum til að venjast hernaði. Her Frakka
er nú talinn á ófriðartima 4,050,000 manna; er hann mannfleiri en Þjóð-
verja. Frakkar hafa líka fleiri fallbyssur og riddaralið, og Lebel-hyssur
þeirra eru betri en byssur Þjóðverja, Bem eru öðruvísi smiðaðar. Er von
til, að marga Frakka Iangi til að reka harma sinn á Þjóðverjum, ef þeir
hafa einhvern ávæning um sigur.
Freycinet, sem hæði er hermálaráðgjafi og forstöðumaður ráðaneytis,
hélt ræðu á eptir og sagði, að nú væri Frakkland að fullu viðreist eptir
ófarirnar miklu 1870—71. Frakkar stæðu nú hverri þjóð á sporði og
hefðu setzt í sitt gamla sómasæti í Evrópu. Sumir elskuðu þá, en sumum
stæði ótti af þeim i þessum hinum nýja sess. Nokkru síðar lét Carnot
100,000 manns af herliðinu ganga fram hjá sér. Tóku allir áhorfendur,
sem voru mörg þúsund að tölu, ofan í hvert sinn og franskur fáni fór
fram hjá þeim. Carnot hélt ræðu og sagði, að þessi fríði her hyrgi
friðnum í Evrópu, þvi nú væri Frakkland örnggt og treysti sér vel. Allur
hinn forni vegur þess og vandi væri nú horfinn aptur. Eæða var haldin
um sama leyti af Ribot ráðgjafa utanríkismála. Sagði hann, að þó engir
skriflegir samningar væru milli þjóðanna (Rússa og Frakka), þá tækju þær
höndum saman og enginn gæti stíað þeim sundur. Keisarinn sjálfur væri
á þeirra bandi. Frakkar gætu nú fyrst borið höfuðið hátt eptir hryllinga-
árið mikla.
Til marks um, hversu uppstökkir Frakkar eru við Þjóðverja, er þetta.
Hinn ágæti þýzki tónlagasmiður Wagner hefir ritað frægan söngleik „Lo-
hengrin". Einn góðan veðurdag átti að leika hann á söngleikahúsinu í
París. Safnaðist þá múgur og margmenni úti fyrir og æpti: „lifi Frakk-
land, lifl Rússland“, með óbænum fyrir Þýzkalandi. Stjórnin hafði mikið
herlið og lögreglulið til taks. Um 1000 manns voru teknir höndum fyrsta