Skírnir - 01.07.1891, Qupperneq 62
m
Tvær sögur.
Þorgrímur goði átti ðskilgetna dóttur með fjölkunnugri konu og var
mælt, að hún hefði glapið honum sjónir líkt og Snæfríður Haraldi hárfagra.
Hann átti dóttur með konu sinni, er dó af barnsförum. Var sú dóttir
hans talin hinn bezti kvennkostur á íslandi. Bðndasonur fátækur bað
hennar og leizt goðanum vel á hann, því hann var hinn mesti atgervis-
maður. En jafnræði var ekki með þeim, enda Iék orð á, að Þorgils ríki,
höfðingi mikill norður í landi, ætlaði sér dóttur goðans. Bauð Þorgrím-
ur goði bóndasyni að koma til vetrarblóts, ef hann gæti farið niður
Skjálfandafoss(!). Fóru menn þangað og sáu bóndason handleika sig ofan
þrep og stalla. í veizlunni glímir hann við Þorgils, og kemur honum á
kné. Strengir bóndasonur þess heit, að fara upp á Ármannsfell(!) og
leggja að velli útlaga þann, er var hin versta meinvættur í byggðinni.
Klifrast hann þar upp um einstigi og hamraborgir, til þess er hann kem-
ur í helli útlagans, en hann var hamrammur, og vildi bíta hann á bark-
ann, er hann lá yfir honum út við röndina á þverhníptu hengiflugi. Gerð-
ust þeir síðan fóstbræður, og kom bóndasyni það að haldi seinna, er hann
varð skógarmaður á alþingi fyrir víg á mönnum Þorgils, er höfðu ráðizt
á liann. Olli þessu líka forynju- og fordæðuskapur hinnar óskilgetnu
dóttur Þorgríms goða, er hafði lagt hug á bóndason, en hann vildi ekki
þýðast hana. Bóndasonur fór utan í víking og dvelst við hirð Aðalsteins
konungs. Er undur og ósköp af fyrirburðum og draumum og gjörning-
um í sögunni. Þegar bóndason kemur heim til íslands, hittir hann í
brúðkaupsveizlu Þorgiis ríka og festarmeyjar sinnar. Tekst höfundi held-
ur en ekki vel upp, er hann lýsir bardaganum í drykkjuskálanum. Þeir
fóstbræður setjast aptur að í helli sínum. Æfi bóndasonar lýkur eins og
Orettis. Hann þjáist af hnémeini; fóstbróðir hans „situr dapur daga langa
dauðvona bróður hjá“, og gleymir að gæta einstigisins, og fær Þorgils
ríki ráðið þeim bana eptir ágæta vörn.
Sagan er, þó hún hafi í augum íslendings marga ókosti, vel sögð, og
hefur verið mjög víða keypt og lesin á Englandi.
Fiskimaður við ísland. (Pécheur d’ Islande). Hinn 7. apríl 1892
var Pierre Loti tekinn upp i hið merkilega félag, sem nefnist „Academie
Frangaise11 eða hinir 40 ódauðlegu. Eru í því fjörutíu ágætustu rithöf-
undar Frakklands. Loti er franskur sjðforingi og heitir að réttu lagi
Yiaud, en hefur tekið sér ritnafnið Loti. Bók hans, skáldsaga um franska