Skírnir - 01.07.1891, Qupperneq 65
Fiskimaður við ísland.
65
hinum Jrnnga liarmi, sem fyllir söguna? Hvílíkur sorgarsvipur er á öllu,
á hinni döpru sðl í norðurhafmu jafnt og á hinum gróðrarlausu heiðum
í Bretagne! En mjallhvít og hrein ást slær birtu í þetta sorgarmyrkur.
Undir hinum dimma himni sprettur upp yndisfagurt hlðm með sætum og
sterkum ilm. Létt er mynd hennar dregin upp. Hún likist engri af kon-
um þeim, er þér hafið áður lýst. Þær voru skapaðar eingöngu til gam-
ans. Hún er saklaus mær og hreinhjörtuð. Henni mundi liggja næst að
ganga í helgan stein eins og margar Bretagnestúlkur. En ef ást smýgur
inn í þetta meyjarhjarta, þá gagntekur hún það allt og hverfur aldrei hurt
úr því. Yann (svo heitir sjómaðurinn, sem dregur fisk við ísland) mænir
augunum áhana og hún er, þegar i stað, öll hans eign. Hún hvorki vill
né getur heimt sig aptur.
Um hvað hugsar hin unga mær, er hún situr við opinn glugga á
Paimpolströnd heit sumarkvöld? í fjarska, fyrir utan sjóndeildarhring
hins þekkta, á hinu ískalda, dapra regindjúpi leitar hún að andliti elsk-
huga síns. Hún brosir með sjálfri sér, er vonin um að sjá hann skjótt
hvarflar um huga hennar. Húu hugsar sér, hvað hún ætlar að segja hon-
um, svo hann komist við. Eu ætli hann á langferðum sínum í dúnalogni
og hálsterku illviðri, ætli hann sjái hugaraugum á Bretagneströnd fagurt
kvennmannsandlit, sem kallar á hann og bíður hans? Svo má vera, en ef
hann sér þessa sýn, þá felur hann hana djúpt í hugarþeli sínu, og lofar
vinum sínum og heitir sjálfum sér með dýrum eiði, að kvongast aldrei ann-
ari veru en hafinu.
Er hann hræddur um, að bliða ástarinnar geri sig að kveifarmenni ?
Er hann ekki öllu fremur hræddur við, að hinda hana við sig? Þegar
hann hélt sér með stirðum höndum, að þrotum kominn, holdvotur, nístur
af kulda, og leið áfram með ofsahraða á hinu æðandi hafi, sá öld-
urnar hvítfyssandi og fannst skipið ganga úr liðunum við hvern báru-
skell og reiðiskjálfa, hversu opt horfði hann þá ekki í opinn, rauðan
dauðann! Var rétt að gera ástmey sinni angistarbið, gera úr henni ekkju?
Yar ekki hetra að láta lífið einn og ókvongaður?
En hún er stórhuga, í æðum hennar rennur sjómannablóð. Hún þekkir
hættuna og býður henní byrginn. Engir fyrirburðir og fyrirboðar dauðans
fá drepið niður hugrekki hennar. í hinu hrörlega, gamla kirkjuhrói sér
hun nafn elskhuga síns á þrem legtöflum á veggnnm yfir drukknaða menn.
Hfin leggst á bæn og grætur þessa menn, er dóu svo ungir og svo langt í
burtu, cn ást hennar verður að eins sterkari og blandin viknandi angurblíðu.
5
Skirnir 1892.