Skírnir - 01.07.1891, Page 67
Emile Zola.
67
Stefna sú, er Zola hefur komið á laggirnar, telur það, að rita skáld-
sögur, ekki vera neina list, heldur vísindi um mannfélagið, vísindi, sem
gangi í sömu átt og náttúruvísindi. Zola segir: „aðalatritið er, að koma
mönnum í hetri skilning á hinu virkilega (því sem er) en það sjálft eitt
getur komið mönnum í, með trúrri eptirtekt og með því að rita niður allt,
sem maður hefur tekið eptir. í stað ímyndunaraflsins á að setjast hugsun
eptir reglum, reglubnndin hugsun“. Allt skapandi skáldafl álítur hann 6-
þarft og ðnýtt og úrelt! En sjálfur tekur hann þð við og við til þess.
Hann segir: „mest er vert um að gagnskoða það fólk, er aðalpersónan lifir
með, staðinn, er hann littr á, loptið, er hann dregur að sér1, atvinnuveg
hans, venjur hans og hið minnsta smáatriði og smælki i dagsverki hans“.
Skýrslur og skrár allar, lögroglunnar, vísindamanna og lækna, hibýlis-
háttur og ótal hlutir, sem áður sátu á hakanum, verða þannig yrkisefni
eða ritefni. Zola getur ekki einu sinni drepið niður ímyndunarafli sjálfs
sín. Allt það í skáldsögum hans, sem veldur, að þær eru meir en þurr-
ar upptalningar, stafar frá ímyndunarafli hans, og þegar hann er að lýsa
andrúmi persóna sinna i mannfélaginu og láta það verka á þær, þá beitir
hann þvi. Dýrafræðingarnir hafa gððar og gildar ástæður til að gefa sig
mest við lægstu smádýrunum. Skáld sem fylgir naturalismus (svo kallar
Zola stefnu sína) fer eins að. En dýrafræðingurinn tekur allt jöfnum
höndum, hvort það er fagurt eða fljótt, en „naturalistinn11 velur úr það, sem
ljótt er, en lætur hitt eiga sig. Sá er munurinn.
Zola skipar niður efni sinu og sníður það þannig, að það hcfur áhrif
á lesendurna, og um leið rífur hann allar hlæjur af mönnum, til að sýna,
að þeir séu dýr. Allan hinn undarlega sálargróður, sem er vaxinn upp af
ást milli manns og konu, telur haun heilaspuna. Ástin er hjá honum að
eins holdleg nautn.
Hann kryfur menn og konur eins og lík. Hann álítur, að dyggðir og
lestir spretti npp eins og grasið á jörðunni, og hversu hátt hann gerir
mönnum undir höfði, sést á þessum orðum hans: „tökum einhverja veizlu,
jeg á við veizlu með heiðvirðustu og heiðarlegustu gestum, og ef þú rit-
aðir upp sanna játningu þess, sem þeim hyggi niðri fyrir, þá mundi þjóf-
um og ræningjum ofbjóða11. Ekki er nú vakurt, þó riðið sé, og ekki gerir
Zola manninum hátt undir höfði.
*) sbr. einkum lýsingu hans á binum ýmsu pefjum á sölutorginu i París i skáld-
sögunni „Kviður Parisar“ og áhrif þeirra.
6*