Skírnir - 01.07.1891, Síða 72
72
Þýzkar bókmenntir.
að sjá. Ofeimnir viljum vér satt og afdráttarlanst láta uppi pað, sem býr í per-
sónu vorri, er vér höfum menntað og fullkomnað eptir beztu efnum. Vér viljum
reyna að vera skapstórir. Vér herjum gegn litarlausum pokasálum, sem ekki
eiga einn hugsunarneista í sér og geta jtví ekki lifað auðugu og sönnu
sálarlífi. Vér viljum reisa við öld með stórum sálum og djúpum tilflnn-
ingum. Þessi bók vor hefur pess vegna ekki að eins bókmenntalegt gildi,
heldur sögulegt gildi“. Þrátt fyrir allan hrokann fannst á, að þessi alvarlega
trúarjátning var þörf og nýt í bókmenntum Þýzkalands. En þeir færðust of
mikið í fang, er þeir ætluðu einir að bera framtíð Þýzkalands á herð-
um sér. Menn vildu ekki taka viljann fyrir verkið og kölluðu þá „hið
græna Þýzkaland" (græningjarnir"). Og þessir ungu spámenn voru grát-
andi. Spillingin og eymdin, letin og drambið í stórbæjunum, eggjar þá
fram, en augliti til auglitis með þeim feiknum örvænta þeir og setjast
upp á fjallatinda og horfa niðrí ólgusjó lífsins. Og i þeirri einveru fara
þeir svo að spinna þýzka heimspekisdrauma, því þeir eru þýzkir ungling-
ar. Einn þeirra ætlaði að yrkja sögu mannkynsins frá öndverðu í 24
kviðum; fyrsta kviðan er 3000 vers. Heilaspuninn nær sér niður t. d. i
„jeg hallaði mínu heita unglingshöfðí að vanga sálar minnar11, eða „sálin þýt-
ur eins og stormský". En hjá sumum þeirra, einkum Arno Holz, er
skáldskapurinn nýr og frá níunda áratug aldarinnar. Hann finnur skáld-
neistann í hinni nýju járnöld. Syngjandi rekur hún vélar af stað og
dengir járn og smíðar stál, skáldgyðjan hans, og saumar og spinnur; hún
sveipar gufunni sem blæju um höfuð sér og líður áfram eptir járnbraut-
um; hún smíðar brýr og mannvirki; hún vitjar fangelsa og hreysa; hún
steypir fallhyssur með Krupp og brunar um hafið á gufubátum. En það
þurfti meira til en ljóð og kvæði; það þurfti skáldsögur og leikrit, því þau
ganga meir i námunda og berhögg við mannlífið en ljóð.
Þýzkar bdkmenntir. II. Árið 1886 kom út bæklingur eptir Karl
Bleihtreu: „Eevolution der Litteratur" (bylting í bókmenntunum). Þetta
flugrit féll eins og neisti í púður, sem blossaði upp og hreinsaði til í lopt-
inu, en sprengdi sundur bæði gott og illt í einu. Höfundurinn gengur ber-
serksgang; hann bannfærir og brýtur niður og byggir upp og spáir for-
spár, hvað innanum annað, með stækum ofsa og ákafa. En bæklingurinn
er samt tímans tákn, skjal í sögu bókmenntanna. Það var eins og öll
hin logandi gremja ungu mannanna yflr lygum og ónytjungsskap þeim, er