Skírnir - 01.07.1891, Page 73
Þýzkar bókmenntir.
73
ríkti í bókmenntunum, hefði aafnazt fyrir í einn reiðiskýi og rutt úr sér
sterku reiðarslagi. Bæklingurinn sýndi, live mögnuð undiralda var að
brjótast undir hinu lygna yíirborði hafsins í bókmenntunum. Bleibtreu var,
er hann ritaði jiessa bók, munnur og hönd æskumannanna, sem höfðu vax-
ið upp í stríðunum miklu. Þeir voru harðir menn í skapi og drembnir af
Jijóðerni sínu, en höfðu þó lært af Norðmönnum, Frökkum og Bússum, að
bókmenntir Þjóðverja voru langt aptur úr annarra þjóða. Vildu þeir
nú opna augun á sínum blindu löndum og steypa hinum gömlu goðum af
stöllunum, áður þeir reistu nýtt hof.
Þjóðverjar eru slíkir bókabéusar, að í stað þess að sýna í verki, hver
dugur væri í hinum nýja straum, þá lögðu þeir út í heimspekilegt stapp
og rifrildi um, hvor stefnan væri hinni betri o. s. frv. Conrad Alberti
segir svo um ungu stefnuna í tímaritinu „Gesellsehaft11, 1889: „Bún er
þjóðleg, því hver þjóð er gædd sínum einkennilega þjóðanda. Skáldið á
að rannsaka eðli hans og láta hann koma fram í vali og meðferð efnis
sins. Hún er frjálslynd, þvi misjöfnuður í mannfélaginu er ekki samfara
andlegum misjöfnuð. Skáldið á að eins að lýsa því, sem hann sjálfur hef"
ur lifað og fundið til. Hann má aldrei sjá með annarra augura eða trúa þeim,
heldur treysta eingöngu reynslu sjálfs sín í hinu minnsta smáatriði. Hann
á að lýsa náttúrunni eins og hún er, þ. e. með þeim einum breytingum,
sem hún verður að taka á pappírnum, án þess að snytra hana, bæta við
eða draga frá. Náttúrulögin og fagurfræðin gerir öllu jafnhátt undir
höfði. Dauði hinnar ágætustu hetju er ekki betra efni fyrir listamanninn
en fæðingarhríðir kýr við kálfsburð. Það eru tvær verkanir hins sama,
volduga náttúrulögmáls. Ætlunarverk listamannsins er að sýna þær ljóst
og áhorfanlega. Hugmyndirnar ljótt og fagurt hverfa í hugmyndum um
hið sanna, nfi. það, sem er samkvæmt lögum náttúrunnar. Hinn ágæti
franski höfundur Taine er á sömu skoðun, er hann segir: „Alstaðar þar
sem líf er, jafnvel þó það sé dýrslegt eða vitstola, er fegurð til“. Aðrir
segja um hina nýju stefnu: „Aðalatriði hennar er ást til alls þess, er
lifandi er, og fyrst og fremst til manna. Þessi víðtæka ást veitir skáld-
inu vald ti! að vekja jafnframt hlátur og grát. Skáld hinnar nýju stefnu
eru ekki óhlutdrægir, af því þeir láti sig litlu varða, hverju þeir lýsa,
heldur af því þeir eru réttlátir. Þeir láta sér til rifja renna allar hrær
.ingar lífsins, hvort sem þær láta vel eða illa í eyrum. Einhver strengur
hjá þeim tekur undir með hverri breyflngu, jafnvel hinnar lægst stöddu
mannssálar. Þeir skyggnast eptir öllu, sem getur átt sér stað í lífi manns.