Skírnir

Volume

Skírnir - 01.07.1891, Page 83

Skírnir - 01.07.1891, Page 83
Danskar bókmenntir. 83 sögulega þýðingu, en náttúruna sjálfa, eina út af fyrir sig, hennar eigin fegurð, hennar eigið líf höfðu þeir ekki skynjað eða skilið, ekki elskað, ekki kveðið um. Það er bæði merkilegt og eðlilegt, að liið fyrsta skáld hinnar nýju náttúruskoðunar á norðurlöndum skyldi vera sami vísindamað- urinn, sem þýddi rit Darwins á danska tungu. Svo gerði J. P. Jakobsen. Þessi nýja skoðun á hinu ytra og innra lífi náttúrunnar, skarpskyggn málarasjón með nákvæmum vísindalegum skilningi, af henni leiddi, að nátt- úran varð að lýsa á nýjan hátt. Menn gláptu á hann hjá Jakobsen eins og tröll á skrípamyndir; að eins örfáir dáðust að honum. Menn voru van- ir góðum, gömlnm almenningsorðum: kvöldroðiun er rauður, skógurinn grænn o. s. frv. Hjá þessum unga manni sáust hin óteljandi litbrigði lit- arins, ekki hreint og beint grænn skógur, heldur skógur með öllum hrotum og tilbrigðum hins græna litar. Allan aragrúann af lifanda lífi í skóginura, af óséðum jurtum og skemmtilegum smádýrum leitaði hann uppi; allt þetta söng undir og þaut í hljóðum skógarins. Allt þetta varð áþrcifanlegt og bersýnilegt, engin gufa, heldur hold og blóð. Og það fannst á, hversu ljúft skáldinu var að lýsa náttúrunni, fannst á, að hann var þá eins og heima i stofunni sinni, þar sem hann þekkti tangur og tegund utan og innan, og þótti vænt um hvern hlut eptir langa sambúð við hann. Það var um hann eins og Jónas; hann elskaði náttúruna heitt og innilega og undi sér bezt við hana. Fifilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, yður hjá eg alla stund uni bezt í sæld og þrautum. Þess vegna kom Jakobsen með báðar hendur fullar af nýjum og skýr- um og nákvæmum orðum um náttúruna. Af gnægð hjartans mælir munn- urinn. Bfnið í „Mogens“ er einkennilegt fyrir Jakobsen. Mogens veit á tví- tugsaldri ekki annað um heiminn en það, sem móðir bans og einveran hafa kennt honum. Hann hefur aldrei séð borg, þekkir ekki aðrar bækur en kviðlinga og sögur, sem selt er á sveitamarkaði, ekki önnur málverk en altaristöílu. Hann var ekki einungis laus við menntun og uppeldi og kennslu, ber og nakinn; hann er eins og landblettur, sem meðvitundarlaust skiptir um birtu og dimmu, skin og skúr, logn og hvassviðri. Jakobsen hef- ur lagt sinn inuilegasta þráa í mannsmynd, sem lifir því lífi, er hjá sjálf- um honum varð að eins tómur draumur. 6*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.