Skírnir - 01.07.1891, Qupperneq 87
Danskar bókmenntir.
87
haust, þreyju án marks og miðs, þreyju eptir lífinu, þreyju eptir draumum,
þreyju vegua þráans sjálfs, þreyju eptir öllu, sem maður ekki á, þreyju
eptir öllu, sem maður ekki getur átt, þreyju eptir því, sem sjálft lífið á
ekki, þreyju eptir sól i kafaldi, eptir þrumuveðri i dúnalogni, þreyju eptir
morgundeginum og gærdeginum, þreyju i dauðanum og eptir dauðann.
Móðir Niels Lyhne dreymir i hugskoti sínu, eins og flestar danskar
stúlkur, hulinsdrauma. Henni finnst hún sjálf vera „eins og jurt, sem á
heima í heitu löndunum, en er sprottin upp í óblíðu landi og veslast upp;
í sól og veðurblíðu hefði hún vaxið i háalopt með glitrandi blómadýrð.
Það hélt hún væri eðli sitt, hélt hún mundi verða þannig, ef hún væri
gróðursett i réttri mold, og hana dreymdi þúsund drauma um þessi sól-
hjörtu héruð og sárþreyði að fá sig að sjá, eins og hún ætti að sér". En
dýrðarskrúðið dettur af öllum þessum lífsins hnossum, sem hún þreyir,
þegar hún hefur öðlazt, þau. Degar hún ferðast öldruð og sjúk til suður-
landa, þá þreyir hún þau, eins og þrá hennar geti loks hallað sér út af
eins og fugl í hreiðri. En hugur hennar hafði enn sem fyrr skrýtt það,
sem hún bjóst við, með svo björtum litum, að það, sem hún sá, var ekki
samboðið því. Hún fer þreyjandi frá stað til staðar, leitandi að blett, er
hún geti þekkt aptur, blett tir draumaheimi sínum, en hún finnur hann
hvergi. „Það bar henni allt fyrir augu, en það hreif og hrærði hana ekki
svo sterklega og innilega, eins og- hún hélt að það mundi gera. Hún hafði
búizt við öllu öðru og hún hafði búizt við sjálfri sér allt öðruvísi. 1
draumum og ljóðum hafði það ætíð verið eins og fyrir handan hafið; þoku-
blæja fjarlægðarinnar hafði breitt sig yfir hinn iðandi urmul af smámun-
um og skapað stóra heild, — og margt býr í þokunni. Þögn fjarlægðar-
inuar hafði sveipað það hátíðarsvip, og þessi fegurð var auðfundin. En nú,
þegar þetta var i námunda við hana með hinum mörgu röddum lífsins og
hver smáinunur stóð sér og fegurðin var í ótal brotum, þá gat hún ekki
áttað sig á því, ekki skipað því sæti fyrir handað hafið, og nærri sér tók
htin að játa, að henni fannst hún vera fátæk innan um allan þenna auð,
sem gekk úr greipum henni“. Þetta var hinn síðasti draumur hennar, sem
hjaðnaði. Svo þreyr hún hið eina, sem dauðveikur maður á eptir að þrá,
landið fyrir handan gröfina. Blóð þessarar konu rennur í æðum Niels
Lyhne. Þó berst annað afl við hennar afl í sál Niels Lyhnes. Faðir hans
er búralegur bóndi með gott verksvit, en samt er danskt blóð í honum,
því hann situr opt stundum saman á moldarvegg og horfir út yfir ekrur
sinar, Alla æsku sína iifir Niels ineð móður sinni í álfasöguheimi eins, og