Skírnir - 01.07.1891, Síða 89
Danskar bókmenntir.
89
eins og söknuðnr, eins og angurblíð þrá; þannig er ást hans til frú Boye.
„Manstn eptir tunglskininu i fyrra? þú hefir gaman af því, þú veizt ekki,
hver kvöl fylgir þvi. Björt tunglskinsnótt, þegar loptið stirðnar í köldn
tunglsljósi og skýin bólstra og blómstur og lanf þrýsta ilm sínum eins fast
að sér og ilmhéla væri á þeim, og öll hljóð heyrast í fjarska, og hverfa
svo snögglega og staldra ekki við — slík nótt er svo miskunnarlaus, því
söknuðurinn grær svo undarlegn sterklega í henni; hún þegir hann frarn
úr öllum fylgsnum í sál manns, sýgur hann út með hörðum vörum, og þá
blikar engin von blundar, ekkert loforð í allri hinni köldu, einblínandi birtu.
Jeg grét“. Ást hans til Bennimore er í fyrstu eins og heimfýsi, og ást
hans til Cterðar rifjar upp minninguna um liðið líf.
Sama ár og Niels Lyhne kom út sögukorn: „Der burde have været
Roser“. Yið aldingarðsmúr, sem er alþakinn rósum, er gosbrunnur. Uppi
á múrnum stendur gulklæddur sveinn. Við gosbrunninn situr yngri
sveinn bláklæddur. Þeir tala um hina óljósu unglingsást, sem hvildarlaus
flakkar um öll hugarburðalönd og alla vonarheima, veik af þreyju eptir
að stillast í innilegri, brennheitri, kröptugri tilfinningu. „Nei, trúðu mér“;
segir sá gulklæddi við hinn bláklædda, sá eldri við hinn yngra; „sú ást,
sem er bundin tveim hvitum örmum, með himininn rétt við þig í tveim
augum og vissa sælu á tveim vörum, hún er of nærri moldinni og dupt-
inu; hún hefir í skiptum fyrir hina frjálsu eilífð draumanna tekið sæln,
sem er mæld í klukkustundum og eldist á klukkustundum. Því þó hún
yngist ætíð upp, þá missir hún samt í hvert sinn einn af geislum þeim,
sem blika í hinum óvisnandi ljóma draumanna, sem aldrei eldast. Nei,
þú ert sæll“.
„Nei, þú ert sæll“, svarar hinn bláklæddi; „jeg vildi gefa allt í heim-
inum til að verða eins og þú“.
Og hinn bláklæddi reis upp og gekk leiðar sinnar. Hinn gulklæddi
leit eptir honum með saknaðarbrosi og sagði við sjálfan sig: „nei, hann
er sæll“.
En spottakorn burtu sneri hinn bláklæddi sér við og kallaði: „Nei,
þú ert sæll“.
Hvor þeirra er sæll? Hinn gulklæddi? eða hinn bláklæddi? eða hvor-
ugur? Höfundur segir það ekki; hann óskar bara, að vindkast fleygði regni
af rósablöðum frá hinum blómþungu greinum, er hanga út yfir múrinn, og
bæri þau á eptir hinnm bláklædda.
Jakobsen, þetta sjúka skáld, sem hefur lýst þreyjunni eins og enginn