Skírnir - 01.07.1891, Síða 90
90
Danekar bókmenntir.
annar á Norðurlöndum — {ireyju, sem er sogandi sorg, þreyju, sem er
hýr og skær von, þreyju, sem er hugarvíl, og þreyju, sem er vængborin
sæla. íslenzkan á ekkert orð, sem er á borð við danska orðið „længsel“.
Jakobsen ftnnur í sinni eigin sál, hversu blandin þessi tilfinning er, ill og
góð, frjó og ófrjó; hann var sjálfur fjötraður, heillaður og töfraður af
henni.
Þú döggvota blómstur! Hvíslið og stunan og kveinið i þeim er,
þú döggvota blómstur! þá kveður rökkrið og ilmurinn fer
Hvíslaðu mér draumana þina. með vaknandi hljóm og með veikum óm:
Leikur um þá hið sama lopt „I Længsel,
hið sama heillandi huldulopt I Længsel jeg lever!“
sem um mína?
Mál þessa höfundar er honum svo einkennilegt og eiginlegt honum
og ólíkt máli annara höfunda á Norðurlöndum, að ekki má eptir því líkja.
Máli hans má likja við fágæta jurt, sem á heima að réttu lagi i heitu
löndunum, en vex og dafnar undir glerþaki norður í löndum, og vekur
furðu og aðdáun manna með litaskrúði og breiðum blöðum. Til dæmis
um rithátt hans skal jeg nefna lýsingu í kvæði einu á ölduganginum í
sál ungrar stúlku, sem er að bíða eptir elskhuga sínum. Bfnið er eld-
gamalt og upptuggið, en enginn hefur farið eins vel með það og hann. Á
óskiljandi hátt hefur honum heppnazt að stækka fyrir hugskotBaugum sér
hina örsmáu gára á hafi tilfinninganna, sem í daglegu lífi er slegið saman
í eitt orð: „bið, að bíða“. Þessar ósýnilegu sálarhræringar gjörir hann
sýnilegar með orðum sínum. Það mundi verða mönnum að athlægi, ef ein-
hver annar reyndi að lýsa þeim. Skáld, sem vill lýsa undiröldum tilfinn-
inganna, lýsa hinum sifellda nið, sem ætíð lætur í eyrum og sem þess
vegna enginn tekur eptir, lýsa óljósum eim og bergmáli í mannssálinni,
hann verður að brjóta ný göng í bergi málsins og smíða nýsmíði. En
Jakobsen var líka ágætur náttúrufræðingur.
Hérvið bætist, að hann var brjóstveikur. Það er margopt reynt,, að
ólæknandi brjóstveiki hvessir skilningarvitin. Hann virðist hafa heyrt tóna,
sem flestum er ekki auðið að heyra. séð liti, sem fæstum er anðið að sjá.
Hann getur hlustað uppi huldulífið, sem er byrgt bakvið hversdagslífið og
undir alfaravegslííinu, en sjálft hversdags- og þjóðgötulífið er í augum lians
klætt eldlegri litum en öðrum sýnist. Hinn rauðleiti rosabaugur um allar
lýsingar hans á mönnum og á náttúruuni stafar af vitund hans um, að
hann ætti skammt ólifað. Hann fann, hversu ótt dauðinn færðist nær hon-