Skírnir - 01.01.1900, Qupperneq 25
Áttavísun.
25
í byrjun 19. aldarinnar stóð enn svo, að þegar talað var um „heim-
inn“, þá áttu menn við Norðurálfuna. Nú horfir þetta öðruvisi við.
Ameríka keppir nú við Norðurálfuþjóðirnar í skáldskap, stendur þeim jafn-
fætis að kalla má í náttúruvísindum, framar öllum öðrum þjóðum í nýj-
um uppfundningum, jafnfætis í iðnaði og án efa í herkunnáttu á sjó.
Japan er farið að telja i tölu stórveldanna; það á flota eins góðan og
flotar Norðurálfunnar gerast, og sjóforingja að líkindum fult svo góða. Iðn-
aður Japaninga er farinn að keppa við iðnað Ameríkumanna og Norður-
álfumanna. í stuttu máli: Evrópa, semm áður var sama sem allur inn
mentaði heimur, er nú að verða æ minna og minna brot af inum ment-
aða heimi.
Ef vér aftur lítum til inna einstöku þjóða heimsins, þá er eitt, sem
hverjum manni hlýtur að verða starsýnt á á 19. öldinni. í byrjun ald-
arinnar var engin sú af inum mentuðu þjóðum heimsins, er hæri ægis-
hjálm yfir öllum öðrum þjððum, hvorki að mannfjölda né veldi. En á 19.
öldinni hafa tvær þjóðir (eða réttara sagt: þjóðríki, er mæla tvær tungnr)
sífelt aukið fólksfjölda sinn og fært veldi sitt út yfir víðara og víðara
svæði af heiminum, unz þær í aldarlokin eru sýnilega samjafnaðarlaust
miklu voldugri, víðáttumeiri og mannfleiri en nokkur önnur þjððerni heims-
ins. Önnur þjóðin er framfarasamasta og mentaðasta þjóð heimsins; hin
þjóðin er hálfgerðir hrimþursar. Annað þjóðernið eða önnur þjóðin er
klofin í tvent — tvö veldi; það er in enskumælandi þjóð: Bretaveldi og
Bandaríkin. Hin þjóðin er eitt veldi: Rúsaveldi. Önnur er brýnasti for-
vörður heimsmenningarinnar; hin er voði heimsmenningarinnar. Þegn-
arnir lifa bjá enskumælandi þjóðum við frjálslegustu stjórnarkjör, sem enn
eru í heimi. Degnar Rúsaveldis eru allir ánauðugir þrælar harðstjðrnar-
innar, og harðstjórinn sjálfur, keisarinn, ánauðugur þræll höfðingjanna í
ríki sínu.
í hyrjun 19. aldarinnar stýrði Breta-konungur 20 milíónum hvítra
þegna; en i aldarlokin réð Breta-drottning fyrir meiru en bálfri milíón
danskra fermílna af landi (11—12 000 000 enskra □ milna) og átti yfirað
ráða 400 milíónum manna, eða nær þriðjungi alls mannkyns á hnettinum;
en af þeim vðru liðugar 60 milíónir hvítra manna; af þeim vðrn aftur 40
milíónir á Bretlandi mikla og írlandi, 6 milíónir í Canada, 5 milíónir í
Nýja-Hollandi og New Zealand, hitt dreift um heiminn hér og þar (Ind-
land, Afríka). Dessar 60 milíónir hvítra manna njóta fullrar sjálfstjðrn-
ar; en þær 340 mil. litaðra manna oiga engan þátt í stjóru siuni, og er