Skírnir - 01.01.1900, Blaðsíða 35
SínaveldiB-þáttur.
35
erfitt lengi, því aö Sinverjar fyrirlitu alla útlendinga og vildu engin mök
við þá hafa, og það var fyrst á 19. öld að Norðurálfuþjóðir fóru að ná
verulegri fótfestu í Sínavoldi. Sínverjar hafa bannað að flytja nópíum“
til landsins, af því að alþýða manna þar í landi mannspillír aér á ópíums-
nautn viðlíka og Evrópumenn gera á nautn áfengra drykkja. Eu Bretar
óhlýðnuðust banni þeseu og Iaumuðu miklu af ópíum inn í landið og seldu
á laun. Þegar Sínverjar ætluðu að gera upptækt ópíutnið, leiddi þetta til
ófriðar (1839), og stóð sá ófriður yfir nokkur ár (þangað til 1842). Urðu
þá Sínverjar að beiðast friðar, gera verzlunarsamninga við Breta, Iáta af
hendi við þá eyna Hongkong og leyfa þeim verzlun í ýmsum sjóborgum.
í herkostnað urðu þeir að borga Bretum 21 mil. dollara. Tveim árum
síðar urðu Sinverjar að gera áþekka samninga við Bandaríkjamenn og
Erakka og urðu þeir auk þess að heita Frökkkum, að kaþólsk trú skyldi
hafa frelsi og vernd hvervetna í ríkinu.
Árið 1850 urðu keisaraskifti, og komst þá með inum nýja keisara
til valda sá flokkurinn, er mesta óheit hafði á útlendingum og sporna vildi
við öllum viðskiftum við þá. Skömmu síðar varð mikil uppreist víðs vegar
um ríkið, og hefir sú uppreist verið kend við Taipingeða „fríðarherrann“.
Þe8si uppreist stóð mörg ár og náðu uppreistarmenn undir sig miklum
hluta lands. Þetta notuðu aðrar þjóðir sér. Búsar höfðu í kyrþey náð
undir sig öllum landeignum Sínverja suður að Amúr-fijóti og reistu víg-
girðingar hvervetna um landið. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn háðu
stríð við Sínverja, og leikslokin urðu, að Sinverjar máttu til að opna 9
hafnir nýjar fyrir verzlun við útíendinga, leyfa kristna trú í landinu, Ieyfa
verzlunarmönnum að sigla um Jangtsekiang-fljót og útlendum ferðamönn-
um að ferðast um landið, hvar sem þeir vilja. Árið 1860 höfðu Bretar
og Frakkar neytt Sinverjakeisara til að leyfa sendiherrum að setjast að í
Peking; 1861 dó keisarinn í Je-ho, en þangað hafði hann flúið, þegar
Norðurálfumenn ruddust inn í Peking, og hafði hann ekki fiutst aftur til
höfuðborgarinnar, því að hún var í hans augum saurguð eftir að h)ir
„útlendu djöfiar“ höfðu setst þar að. í Sínlandi eru engin lög um ríkis-
erfðir, en hver keisari ákveður sjálfur, hver af ættmönnum hans skuli við
stjórn taka eftir hann; en þeirri ákvörðun er leyndri haldið, svo að eng-
inn fær að vita, meðan keisarinn lifir, hver rikiserfinginn er. Keisarinn,
sem dó, Sín-fung, var kvæntur maður, en þeim hjónum hafði eigi orðið
barna auðið; en keisarinn hafði átt son fram hjá, og var sá nú 6 ára
Hann hafði hann arfloitt að ríkinu eftir sig. Móðir sveinsins, Kung prinz