Skírnir - 01.04.1914, Qupperneq 23
Unga fólkið og atvinnuvegir landsina. 135
088 fátæktarfarginu og gjöri oss alla að nýjum og betri
mönuum. Þetta er eina útvegsgreinin sem vex með krafti
og kergju, að undanteknum síldarveiðunum, sem togar-
arnir ef til vill leggja alveg undir sig með tímanum. Þó
endalaust haíi verið á því stagast, að fiskimið vor væru
óþrjótandi gullnáma, þá hefir eiginlega engum reynst það
svo nema sumum togurunum. öllum öðrum hefir sjór-
inn gefið daglegt brauð og oft af skornum skamti, sjávar-
mönnum vegnar engu betur en sveitamönnum, en hins
vegar hafa þeir átt að stríða við nógar hættur og mann-
raunir. Það er von þó menn trúi á togarana. Það er
eins og þeir séu upphaf nýrra og betri tíma. Ef fiski-
veiðarnar geta veitt unga fólkinu atvinnu, þá eru það tog-
araveiðar eftir þvi sem horfur eru nú.
Á hér um bil 8 árum höfum vér eignast að nafninu
19 togara og eru þó ekki allir í raun og veru íslenzk
eign. Nú eru 16 eftir, en þrír eru úr sögunni. Það
hafa þá bæzt við að jafnaði 2 á ári. Nú má ganga að
því vísu að þeim fjölgi örar framvegis, ef alt fer með
feldu, en hve mikið er erfitt að gizka á. Ef alt gengi
eins og í sögu gæti ef til vill togaratalan tvöfaldast á
hverjum 5 árum og ættu þá 40—50 skip að bætast við á
næsta áratugnum eða rúm 4 skip á ári, en að alt gangi
svo slingurlaust mun fáum detta í hug. Eg hygg því að
það sé fullríflega í lagt, að á næstu 10 árunum fjölgi tog-
ururn að meðaltali um 4 skip á ári, en hitt er auðséð að
beri nokkuð út af getur viðkoman orðið miklu minni. Eg
sleppi hér að taka tillit til útlenzkra skipa, sem kynnu að
flykkjast hingað í skjóli einhverra leppa.
En íyrir hve mörgum heimilum geta þá þessir 4 tog-
arar séð, sem eg tel að bætist í hæsta lagi við á ári
hverju?
Mér telst svo til, að naumlega sé gjörandi ráð fyrir
því, að hver togari fleyti meira en sem svari 40 heimil-
um, þegar alt er talið, eigendur, umsjónarmenn, sjómenn
og fiskverkunarfólk. Ef gjört er ráð fyrir því, að unga
atvinnulausa fólkið giftist, svarar þetta til þess, að hver