Skírnir - 01.04.1914, Page 47
Kveðjur.
159
Fyrir þá sem vilja halda kveðjunum og þó ekki búa undir
lögmálinu kann eg ekki annað ráð betra en að menn fylgi
boði postulans: »Verið hver öðrum fyrri til að veita hin-
um virðing«, eða þá að yngri maður heilsi þeim eldri að
fyrra bragði, hverrar stéttar sem hann er, ef þeir eiga
að heilsast á annað borð.
í smábæ eins og Reykjavík er það nú sannast að
segja, að eins fyrirhafnarmikil kveðja og ofantekningin
er getur orið næsta hveimleið, einkum þar sem mannfjöldi
er saman kominn, auk þess sem hún á illa við í stórviðr-
um og slítur mörgum hattinum fyrir örlög fram. Hér
hefir því oftar en einu sinni komið hreyfing í þá átt að
hætta ofantekningum, að minsta kosti karlmenn sin á milli,
og séð hefi eg prentaðan lista með nöfnum allmargra
heldri manna, er fyrir æði-mörgum árum stofnuðu slíkt
»hattafélag«. En það varð víst skammlíft, af skiljanleg-
um ástæðum. Fólk veit ekki eða gleymir hver er í fé-
laginu, og það getur valdið misskilningi og komið af stað
fullum fjandskap, ef maður hættir alt í einu að heilsa
öðrum, sem ekki veit ástæðuna. Mér hefir nú hug-
kvæmst ráð sem eg hygg að duga mundi, en það er að
auglýst sé í öllum blöðum að hver sem kemur með til-
tekið merki í höfuðfati sínu sé undanþeginn því að taka
ofan og megi heilsa með hneigingu einni eða handhreyf-
ingu, líkt og Englendingar gera. Líklega mundu menn
vilja taka ofan fyrir konum eftir sem áður, en þá ættu
þær að hneigja sig að fyrra bragði, því rétt virðist að
þær ráði þvi sjálfar við hverja þær vilja kannast fyrir
mönnum.
Þessari uppást.ungu vil eg skjóta til þeirra sem bera
þetta mál fyrir brjósti.
Hvernig sem nú fer um ofantekningar, geri eg ráð
fyrir að kveðjur haldist í einhverri mynd kunnugra á
meðal þangað til mennirnir verða orðnir eitthvað alt
annað en þeir eru nú. Þó samlífið sé aldrei, hvorki hér
né annarstaðar, mestmegnis fólgið í ofantekningum eða
öðrum kveðjum, þá eru kveðjurnar ekki óverulegur þáttur