Skírnir - 01.04.1914, Síða 50
162
Kveðjur.
„Meðan eg hélt i hönd á þér,
hrundin eðalsteina,
söguua alla sagði’ hún mér,
sem þú hugðist leyna“.
Á slíku hefir mörgum hitnað, að minsta kosti kveður
Sigurður Breiðfjörð:
„Þegar eg tók í hrunda hönd með hægu glingri,
fanst mér þegar eg var yngri,
eldur loga á hverjum fingri“.
Sléttuböndin í »Lögréttu«, sem margir eru að spreyta>
sig á að botna, hafa því eflaust rétt að mæla:
„Hrundir yndis binda bönd
bandi undir handa“.
En skylt er að geta þess, að þeim getur orðið háit á því,
að minsta kosti hefir skáldið litið svo á, sem kvað
þessa vísu:
„Haltu ekki í hönd mér, væna,
hún er hvorki mjúk né fögur;
hún er grein af villiviði,
er vefst um mitti á fríðum konum“.
Þessi erindi sýna það að skáldin vita vel að handa-
bandið getur flutt boð frá sál til sálar. Og í bókmentun-
um má, ef vel er leitað, finna nokkra staði, þar sem
minst er á handabandið. Þó er það tiltölulega nýtt þar,
og bendir það á, að mönnum verður það æ ljósara að eðli
manns getur alt speglast í einni einustu athöfn. Síðasta
skáldsagan, þar sem eg hefi séð minst á handabandið, er
»Gestur eineygði« eftir Gunnar Gunnarsson. Þar segir á
einum stað svo frá »Gesti« : »Hann fór að kveðja hvern
fyrir sig. Hann hugsaði um leið: eg stel þessum hand-
tökum, — öllum þessum hlýju handtökum. Ef þeir þektu
mig — þá mundu þeir slá á hönd mér, hrækja á hönd
mér. Hrækja í andlit mér og ef til vill grýta mig. Ætli
þeir gerðu það?--------------Ætli þeir gerðu það nú? — —
En eg steí þessurn handtökum af því eg v e r ð að fá þau.
Bráðum er hönd mín köld. Og sál mín getur ekki fram-
ar mætt neinni annari sál gegnum höndina. Getur ekki
fundið til ástar hennar og saklausrar samúðar. Eg verð