Skírnir - 01.04.1914, Page 51
Kveðjur.
163
að fá þessi handtök, — verð að taka í svo margar hend-
ur sem eg fæ yflr komist, áður en eg nú hverf ofan l
gröfina«.
I sögunni »Móðir snillingsins«, er kom út í »Nýjum
kvöldvökum«, er því lýst hvernig maður kvaddi stúlku,
og stóð þá að vísu einkennilega á. Stúlkan segir sjálf
frá: »Og svo tók hann í hendina á mér, hlýtt og mjúkt,.
ekki með venjulegu handtaki, en lagði þumalflngurna
hvern í annars greip og hönd utanum hönd«. (Nýjar
kvöldvökur, 4. ár. bls. 280).
Eftir öðrum dæmum man eg ekki í íslenzkum skáld-
sögum. En Guðmundur Hannesson hefir vel lýst síra
Matthíasi Jochumssyni með því hvernig hann heilsar:
»Það eru engii kaldir, grannir fingurgómar, sem rétt
er tylt í hendi manns, þegar hann heilsar, heldur er það
heill, hlýr og mjúkur hrammur, sem grípur um hendina
og skekur hana vingjarnlega og innilega«. Og að síra
Matthías kann sjálfur að meta hlýtt handtak, sést á því
að hann hefir byrjað kvæði til Otto Wathne með orðunum:
„Þökk fyrir kandslagið hlýja“.
Ellen Key lýsir ágætlega frá þessari hlið tveim vin-
konum sínum, Sonju Kovalevsky, rússnesku skáldkonunni
og stærðfræðingnum, og Anne Charlotte Leffler, sænsku
skáldkonunni:
»Þegar Sonja heilsaði, rétti hún höndina snögt, fyrir-
varalaust, og mjóir, viðkvæmir fingurnir kiptust aftur úr
greip viðtakanda fljótt eins og fugl slægi væng; hin ör-
lynda, tilfinninganæma kona var öll í því handlagi. Aftur
á móti kom róleg geðþekni fram í því hvernig Anne
Charlotte bar sina fögru arma með liprum úlnliðum og
vel löguðum rajóum og hvítum höndum; þegar hún heils-
aði, rétti hún fram höndina með einskonar fyrirvara, en
sú hönd hvíldi mjúkt og fast í viðtakandans, þegar hún
einu sinni var komin þar«.
Alexander Kielland gefur og furðu ljósa hugmynd um
Skipper Worse, með því að segja frá því hvernig Garman
konsúll á leiðinni út í skipið bjó sig undir að heilsa honum:
ll*