Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 60
172
Pereatið 1850.
og má segja, að þeir séu upphafsmenn deilunnar, en þeir
voru náskyldir biskupsfrúnni og vænti rektor sér því öfl-
ugs stuðnings hjá biskupi til að halda þeim til reglusemi,
þó honum þætti það heldur bregðast þegar á skyldi reyna.
Helgi biskup átti fund með öilum kennurum skólans síðari
hluta dags þess 14. janúar. »Lét hann þar í ljósi með
átakanlegum orðum skoðun sina á málinu, en hún var á
þann veg, að hann áliti það ekki einungis æskilegt, held-
ur blátt áfram nauðsynlegt, að allir skólapiltar héldu sér
algerlega frá allri nautn áfengra drykkja, það væri að
vísu ekki hægt að skylda þá pilta, sem aldrei höfðu vilj-
að í félagið fara, að ganga í það, (þeir voru 4 sem áður
er sagt, og voru allir systur- eða bróðursynir biskupsfrúar-
innar), en hins vegar mætti banna þeim, sem sjálfkrafa
hefðu gengið í það, að fara úr félaginu, og að það þvi
væri full ástæða til að skipa þeim að ganga í félagið aft-
ur«. Að endingu tók biskup innilega hluttekningu i til-
finningum kennaranna, og lofaði »með sterkum orðum og
brennandi áhuga að styðja kennarana og þetta góða mál«.
Að Helgi biskup hafi á þessum fundi haft mjög sterk orð
um skyldu pilta til að vera í félaginn, eins og rektor
segir, staðfestist af annara orðum. Þannig segir Jón Thor-
arensen skólapiltur') í bréfi til síra Friðriks Eggerz dags.
12. marz 1850: »og sagði biskup þeim að gjöra alt sitt
itrasta til að kúga okkur aftur inn í félagið (Jón var einn
þeirra 7), og hafði kveðið svo ramt að því, hvernig
biskupi var til geðs, að hann hafði sagt, að skólapiltar
ættu enga sannfæringu að hafa, þetta væru ómyndugir
strákar«.* 2)
Annar skólapiltur segir: »En biskup hafði haldið því
fram, að piltarnir ættu að rekast allir, þeir ættu að hlýða
og hlýða í blindni. Þessi orð biskups fréttu piltar síðar«.
Þetta er þó alveg tilhæfulaust. Hið sama sagði og Stein-
grímur Thorsteinsson Jóhannesi kennara Sigfússyni, að
‘) Siðast prestnr í Saurbæjarþingam f 1895.
2) Lbs. 255 fol.