Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 64
176
Pereatið 1850.
hlýða skipun hans að ganga í bindindisfélagið, og kennir
það »óheppilegum félagsanda« meðal pilta.
Rektor leggur það að endingu til, að kenslu sé hætt
um stund, svo að piltar læri að skilja það, hverjir hafi
rétt til að s k i p a f y r i r, og hverjir eigi að h 1 ý ð a,
eða með öðrum orðum, hvort skólinn eigi að haldast við
eða ekki. Samkvæmt þessu leggur hann og kennarar til:
1) að piltunum Arnljóti Olafssyni, Stefáni Péturssyni
(Stephensen), Stefáni Thorsteinsen, Magnúsi Blöndal1 2),
Steingrími Bjarnasyni (Thorsteinsson) og Magnúsi Jóns-
syni frá Fellia), sé alveg vísað úr skóla;
2) að piltarnir Björn Pétursson3), Benidikt Gabriel4),
Magnús Jónsson frá Víðimýri5), Þorvaldur Pétursson
(Stephensen)6), Stefán Thorarensen7), Jón Jónsson frá
Barði8), Þorvaldur Stefánsson (Stephensen)9) og Jón Bene-
diktsson10) séu sviftir heimavist í skólanum;
3) að bæjarsveinunum Jóni Sveinssyni11), Magnúsi
Hannessyni (Stephensen)12), Theodor Thorsteinsen13), Jóni
Thorarensen, Lárusi Sveinbjörnsson, Stefáni Stephánssyni
(Stephensen), Theodór Guðmundssyni14 og Magnúsi Magn-
ússyni (Stephensen) verði bannað að koma upp í skóla,
nema í skólatímunum;
4) að hinum öllum, auðvitað að Jóni Þorleifssyni og Jó-
*) Umboðsmaðnr Þingeyrarklaustnrs f 1861.
2) Hann bætti síðan við lærdóm.
8) Hætti lika við lærdóm, var alþingismaður, og fór síðast til
Ameríku og dó þar.
*) Pór líka úr skóla.
6) Siðast prestur i Laufási f 1901.
6) Prestur á Torfastöðum f 1860.
7) Prestur á Kálfatjörn f 1892.
8) Prestur á Stað á Reykjanesi f 1907.
e) Fór úr skóla, var lengi verzlunarstjóri í Reykjavík, fór til
Ameriku og dó í Chicago.
10) Síðast prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd f 1901.*
u) Málfræðingur og kennari f 1894.
la) Stnd. jur. f i Khöfn 1856.
ls) Prestaskólastúdent f 1860.
14) Frá Keldum, fór úr skóla.