Skírnir - 01.04.1914, Qupperneq 67
Pereatið 1850.
17»
yðar samkomur bannast héðan af stranglega, og skulu
ekki fram fara eftirkastalaust.
(Jón Þorleifsson var kallaður fram).
Þér kunnum vér þakkir, heiðarlegi sveinn, Jón Þorleifs-
son; þú einn hefir sýnt drengskap meðal margra bræðra,
og ekki fárra óvandaðra. Nærstaddir kennarar gera þér
hérmeð það tilboð: þú skalt búa úti í bæ, ef þú svo vilt,
og skal þig ekki vanta það er vér mættum þér veita.
Lifið nú betur en áður. Vakandi augu eru yfir yður
frá þessum degi. Enginn af oss kennurum skal sleppa
auga af yður, að því er verða má, svo lengi sem nokkur
af oss lafir hér við skólann.
Nöfn þeirra er oss þykja öðrum fremur spilt hafa
skóla vorum, geymum vér oss að nefna.
Að endingu tilkynnist öllum bæjarsveinum, að eng-
inn þeirra má láta sig sjá héðan í frá á skólanum fyrir
utan þær stundir, sem boðnar eru i reglunum. Þó und-
antekst Gunnlögur Blöndal1 2), H. Melsted*), Olafur (réttara
Oli) Finsen, Þórður Tómasson3) og Magnús Olafsson4) sem
njóta sömu réttinda og hingað til.
Til umsjónarmanns við bænir og í kirkju, setjum vér
Jón Jónsson eldra5) í stað Steingríms Bjarnasonar. Til
umsjónarmanns í 3. bekk setjum vér Sigurð Jónasson6)
auk þeirra sem áður eru þar. Allir umsjónarmenn eru
skyldugir að tilkynna kennurum sérhvert brot á skóla-
reglunum samstundis og skrifiega, að svo miklu leyti því
verður við komið, en ekki þurfa þeir að eyða neinum
orðum við þann, er brýtur, nema til að aðvara hann.
Útidyrum skólans verður ekki lokið upp eftir kl. 10
á kvöldum fyrir neinum heimasveini.
*) síðar sýslumaður, f 1884.
2) Halldór Melsted var cand. phil. síðast amtsskrifari f 1895.
s) læknir á Akureyri f 1873.
4) sjálfseignarhóndi í Yiðey f 1913.
8) siðast prestur á Hofi í Vopnafirði f 1898.
6) cand. philos í Kaupmannahöfn f 1908.
12*