Skírnir - 01.04.1914, Síða 70
Hallgrímur Pétursson.
Erindi flutt í Akureyrarkirkju 1. sunnudag í föstu 1914.
Það er óneitanlega flestra viturra manna skoðun, að
-dýrlingar þjóðanna séu eins konar messíasar í minni
stíl,. sem komi fram á vissum tímum eins og eftir æðri
fyrirhugun. Svo er og varið framkomu þess dýrlings
vorrar þjóðar, sem vér íslendingar eftir ráði biskups þessa
lands eigum í dag að minnast, hvar sem guðsþjónusta er
flutt á landi voru. Skal eg, sem þetta erindi flyt, geta
þess, að það er ekki samið sem stólræða, heldur bjóst eg
við að flytja það utan kirkju; fyrir þá sök kann ýmsum
að þykja þessi þáttur fremur vera listafræðilegur en upp-
byggilegur. En þá menn bið eg að athuga, að allur rök-
legur fróðleikur, alvarlega framsettur, e r í eðli sínu upp-
byggilegur eða siðbætandi. Ef vér viljum skilja rétt dýr-
linga vora, er tími til kominn, að vér lærum að skilja þá
frá fleiri hlið en einni — ekki eingöngu gegnum skugg-
sjá skáldlegrar ímyndunar, tilbeiðslu og sögusagna, heldur
í sambandi við sögu og tíð, svo og líkasta því, sem þeir
hafa verið í virkileikanum, menn eins og aðrir og eins
og þeir að líkindum hafa skoðað sig sjálfir. Og að Hall-
grímur Pétursson hafl ekki ætíð skoðað sig fráskilinn öðr-
um breyskum mönnum, sýna mörg játningarorð i kvæðum
hans, t. d. versið: »Gef mér Jesú að gá að því, glaskeri
ber eg minn fésjóð í«, og versið: »Játning mín er sú, Jesús
minn, jeg er sem þessi s p i 11 v i r k i n n«, o. s. frv. Með
þeirri skoðun minkar ekki dýrð guðs, heldur skilst og
skýrist því betur hversu drottinn er í breyskum máttugur.