Skírnir - 01.04.1914, Page 71
Hallgrímur Pétursson.
183
iÞað er sjálfsagt að viðhafa helgiblæ á orðfæri þegar það
á við, en til er of sem van. Á tímum H. P. skyldi hver
athöfn, svo sem kaupbréf, sáttafundir og úttektir staða
byrja með bæn og ákalli heil. þrenningar, og var fagur
siður meðan hugur fylgdi máli, en ísjárverður þegar hann
varð vaninn tómur og hugsunarleysi. Nú aftur þykir
nægja að halda helgisvipnum í kirkjunni og við kirkju-
legar athafnir á heimilum. En skyldi ekki a 11 lífið þurfa
helgunar við? Skyldi ekki fara vel á því, að kristilegri
blær fylgdi sem flestum alvörustörfum í breytni vorri,
samlífi, ritum og ræðum? En hins vegar mætti vel hugsa
sér, að kenningar í kirkjum fengi meiri virkileikablæ en
tíðkast, fengi meiri einurðarblæ, yrðu hispurslausari, hrein-
skilnari, meira sannfærandi og sannfræðandi? Ef vér vilj-
um vera vel kristnir menn, á alt vort líferni að stefna
og starfa samkvæmt vilja þess æðri anda, er vér hugsum
oss sem guð-í-oss, þann Immanúel, sem birtast á eins og
neisti guðs og hans ríkis í voru kyni. Það er kjarni krist-
innar trúar á vorum dögum. — Hallgrím Pétursson vilj-
um vér fyrst og fremst skoða sem barn síns tíma, því
svo er um öll mikilmenni; það er áreiðanlega rétt, sem
hinn franski rithöfundur H. Taine fyrst lagði áherzlu á,
að öll mikilmenni fæðist »í fyllingu tímans«, eða verði
vöxtur og framleiðsla aldar sinnar og umhverfis. Svo
hygg eg og rétt sé að skoða dýrling vorn H. P.; hann
var barn eða sonur síns tíma. En var hann ekki meira,
og eru ekki mestu skörungar þjóðanna meira? Eru þeir
ekki eða verða líka f e ð u r síns tíma jafnframt, eða að
m. k. þess tíma, sem fylgir á eftir? Hið sanna er efa-
laust, að með flestum mönnum, og einkum hinum mestu
og gáfuðustu, fæðast sérgáfur, sem bæði benda fram
í tímann og aftur. I þeim sérgáfum felst eitthvað nýtt,
oft framúrskarandi, einkum þar, sem gáfan nýtur fullrar
ieiðbeinandi fræðslu. Þennan sannleika tók Cicero merki-
lega vel fram löngu fyrir Krists daga, í varnarræðu sinni
íyrír Archias poeta. Hitt er annað, og sannar einmitt sér-