Skírnir - 01.04.1914, Page 73
Hallgrimur Pétursson.
185
þess að minka; þjóðin var enn í sárum, nýlega hrakinr
óvör og með harðri hendi, úr skjóli hins gamla siðar og
svift þeirri huggun, sem kirkjan hafði nært hana á frá
því kristnin kom í landið; fæstir skildu þá enn þau gæði
til hlítar eða frelsi, sem kallað var að hin nýja kenning
um hreina trú og réttlætingu af henni færði í stað hins
gamla; þvert á móti litu margir svo á, að alt hið gamla
og góða væri komið í kaldakol með hinu útlenda vaidi,
að sjálfir biskupsstólarnir væru orðnir svipur hjá sjón og
klaustrin svívirt og brotin; tók þó út yfir, að myndir
Maríu drotningar og þjóðarinnar eigin dýrlingar — alt var
brotið eða brent og þverbannað á að heita. Bera ýmsir
raunakviðlingar frá þeim bágu timum óminn af örvinglan
manna, sbr. vísuna:
Frost og kuldi kvelja þjóð,
koma nú sjaldan árin góð;
ekki er nærri öld svo fróð
i guðs orði kláru
sem var hún á villuárum.
Beztu skáld og kennimenn landsins voru margir hvorki
kaþólskir né Lútherstrúar til fulls; svo var bezta andlegt
skáld á dögum Guðbrandar biskups, síra Einar í Heydöl-
um, sýna það Maríuljóð hans og söngvísan af »Stallinum
Jesú Kristi« (með viðlaginu: »viður söng eg vögguna þína
hræri«). Sjálfur hinn hálærði Brynjólfur biskup, er dó
ári síðar en síra H. P., hafði hvorki gleymt guðsmóður-
dýrkuninni né krossinum helga; má því nærri geta hve
siðabótinni hafi gengið fljótt að gagntaka hjörtu alþýðunn-
ar. Má vera, að margir hafi gert helzti mikið úr volæði
þeirrar aldar, en nóg rök má færa fyrir því, að mjög víða
stríddi á alþýðu manna hugsýki og sturlun innan frá, und-
ir eins og alls konar andstreymi kom utan frá. Auk harð-
indanna og alls sem áður er talið, bættist við hin alræmda
verzlunareínokun, er þjáði og fiáði þjóð vora nær þvi í
tvær aldir. Og loks bættist við galdrafárið, sem hér
eins og í öðrum löndum hins nýja siðar fylgdi eins og
forynja allri þeirri öld. Hinn strangi rétttrúnaður aldar-