Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1914, Síða 75

Skírnir - 01.04.1914, Síða 75
Hallgrimnr Pétursson. 187 kirkjunnar, líknarstofnanir hennar, svo og helgiáhrif hinna -ótölulegu mikilmenna og dýrlinga. Með öðrum orðum, líf og sál hinnar kaþólsku kirkju var eftir skilið. En Lúther og hans félagar voru guðsmenn og bygðu betur en þeir vissu fyrir framtíðina. Þrátt fyrir alt rangt og ófullkomið, færði siðabótin þó ljós, mikið nýtt ljós. Hún, þessi stórkostlega andans hreyflng, gaf þjóðunum, bæði lútherskum og kaþólskum, nýtt og rýmra andrúmsloft, kveykti nýjar vonir, nýja trú, nýjan guð- móð; menn vöknuðu sem á vormorgni og sáu nýja sum- arsól leiftra yfir fjöll og skóga; andans hetjur og skörung- ar urðu skyndiiega hrifnir, fundu brennandi köllun til að syngja guði og frelsaranum nýjan söng. Jörðin var orðin dómkirkja. „Og þá var drottins dagur, þá dundu kirkjugöng og himinhringur fagur af helgum organsöng. Um tákn ei trúin beiddi og tákn ei þurfti sjá, því andinn andann leiddi i allan skilning þá“. En þótt margt mætti telja, sem kveykti og olli siða- bót Lúthers, verður því hér að sleppa, enda er oss meiri þörf að sjá galla þá, sem fylgdu hinni marglofuðu siðabót og fylgja enn, heldur en að elta venjuna og lasta hina gömlu kirkju, sem vér ekki framar þekkjum. Hitt er víst, að það sem sterkast vakti hina fyrstu siðabótarskör- unga, var hið eilífa fagnaðarerindi Jesú Krists. Hvað annað vakti þá Odd Gottskálksson, sem þýddi Nýja testa- mentið, Gissur Einarsson, Gísla biskup Jónsson og Guð- brand Þorláksson? Og hvað vakti Hallgrím Pétursson sjálfan? En rétttrúan hans aldar var fremur rang- hverfan en rétthverfan Krists sanna fagnaðarerindis — eins og sú trúarfræði kom frá hinum þýzku háskólum. Og vilji svo nokkur lýsa H. P. verður hann eins að skilja skuggahliðar hans aldar eins og hinar björtu. En til þess að sjá hinar björtu og birta þær þjóð sinni, þurfti mikinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.