Skírnir - 01.04.1914, Qupperneq 76
188
Hallgrimtir Pétursson.
gáfu- og guðsmann. Og þegar vér könnumst við það,
skiJjuin vér fyrst Hallgrím Pétursson rétt.
öll blindni þeirrar aldar og öll trúarblindni fram á
þennan dag kemur af að menn ímynda sér að öll biblíanr
bversu háleita hluti sem hún annars geymir, sé b ó k-
s t a f 1 e g a guðsorð spjaldanna milli, svo allar fjarstæður
hennar margvíslegu rita eigi að ráða meiru en vit og
reynsla. Hver varð afleiðing háskólaguðfræðinnar? Hún
var sú, að rétttrúunarfræðin hnepti þjóðina undir ok
þrenns konar ótta: ótta fyrir sjálf um guði, alföðurn-
u m, því að hans reiði sögðu menn að brynni til neðsta
helvítis. Svo kvað H. P. sjálfur:
„gegnum hold, æðar, blóð og bein
hlossi guðlegrar heiftar skein“.
Annar óttinn var hræðslan fyrir árásum og valdi d j ö f-
u 1 s i n s. Menn hugsuðu sér hann persónu og þó ná-
lega alstaðar nálægan, en við þá trú nærðist aftur og
magnaðist hið ógurlega aldarfár, galdratrúin. Og svo
leiddi þriðji óttinn af hvortveggja hinum: óttinn fyrir
dauðanum, óttinn fyrir útskúfuninni í þann eilífa eld,
sem vall í ímyndun manna af biki og brennisteini!
Ef vér íhugum þetta nú, verður oss ósjálfrátt að
spyrja: Hvernig gat þjóðin þolað þetta og deyja ekki af
örvinglun — þolað þessar ógnir ofan á allar aðrar þján-
ingar? Mannkynið þolir mikið. En á ógnir og öfgar
þessarar grimmu rétttrúunar hefir fátt mint mig betur en
andlátssálmur Hallgríms Péturssonar. Meðan hann hafði
heilsu og fulla krafta, gat hann hafið anda sinn yfir þessa
martröð og haldið jafnvægi sálar sinnar, en í andlátssálm-
um skáldsins berst von og ótti svo áþreifanlega, að litla
sálarfræðislega þekkingu þarf til að skilja, hvernig óttinn
og skelfingin pínir í dauðanum sál og hjarta guðsmanns-
ins. Vér spyrjum undrandi meðan vér lesum sálmana:
»Enn ber eg andar kvein«, »Herra Jesú eg hrópa á þig<
og hinn síðasta, dauðastríðssálminn: »Guð komi sjálfur nú
með náð« — vér spyrjum undrandi: hvenær kemur vissan,
hvenær fær hinn deyjandi guðsmaður frið og fró? Vér