Skírnir - 01.04.1914, Side 78
190
Hallgrimur Pétursson.
og margir aðrir ágætir menu. Þessi nývöknun (renaissance)
létti stórum fargi þjóðarinnar, fargi óttans og örvinglun-
arinnar; og meðan Giuðbrandur biskup var að þýða biblí-
una og með sínu mikla þreki og snilli að leiða norður til
vor hina andlegu strauma siðabótarinnar, á meðan sat
hinn óþreytandi Arngrímur frændi hans við að þýða forn-
fræði lands vors og senda suður í löndin strauma bók-
menta vorra, frægðar og tungu. Þá kom hin mikla mót-
setning aldarinnar, afturhvarfið frá örvinglun og hrygð-
lyndi til gamans og glaðværðar.
En hverfum nú snöggvast að sögu H. P.
Um æsku hans og uppeldi höfum vér rýrar sagnir, og
ekki vitum vér fyrir hver atvik hinn umkomulausi ung-
lingur hraktist frá frændum sínum og fór utan. Skyldí
hinn námgjörvi piltur hafa brotið af sér hylli hins iærða
og stórláta Arngrims, er þá réði mestu fyrir stóli og skóla
og hnýst heldur mikið í skjöl hans og bækur ? Eða skyldi
hann með gáskafullum kveðlingum hafa komið heldur
nærri kaunum manna á stólnum, þótt meðal annars
skynhelgi og yfirdrepsskapur bera ofurliði hina ströngu
ytri guðfræði, því víst er það, að undramikil siðaspilling
elti þessa öld og það því dýpri sem lögin voru strangari?
Og enn vil eg bæta þeirri getgátu við, að hinn ungi H.
P., sem eflaust hefir snemma bæði verið ímyndunarríkur
og trúhneigður, hafi oft og einatt horft á eftir hinu örvasa
stórmenni, biskupinum, og spurt sjálfan sig, hvað verða
mundi þegar hans misti við, »hver mundi þá hans vopn-
in góð í hraustlegar hendur taka«; og þá hygg eg ekki
fjarri að hugsa sér, að einhver hulin rödd hafi að svein-
inum hvíslað: »það skalt þú gera; þú skalt syngja trú og
guðmóð stóra frænda inn í blóð og merg þjóðar þinnar!«
Og þegar hann síðar var einmana í ókunnu landi og barði
glóanda járnið, hafi hin sama rödd hvíslað: »Eins og
neistarnir fljúga víðsvegar undan hamri þínum, svo munu
gneistar brennanda trúarelds fljúga út frá munni þínum,
og þú skalt kveða »heilaga glóð í freðnar þjóðir«! Æfi-
atriði skáldsins er engin þörf að telja hér. Þritugur tók