Skírnir - 01.04.1914, Qupperneq 81
Hallgrimnr Pétursson.
193
„Stóð of steindu smiði
staður fornmanns hlaðinn,
hlóðu að herrans hoði
heiðið teikn yfir leiði.
Haugur var hár og fagur
hrundinn saman á grundu
en draugur dimmur og magur
drundi í björgum undir“.
En líkust fornvísum er vísa H. P. þá er hann kvaddi
Gísla á Hlíðarenda og aðra vini sína:
„Hodda gengur staf studdur,
stirðfættur meðal virða,
(hurði bar betri forðnm)
Baldur at Gísla tjaldi.
Hann vill siðsta sinni
seðjendur hér kveðja
dýrbliks hungurs darra
dáðkunnuga runna“.
III.
Þegar vér svo virðum H. P. fyrir oss sem sálmaskáld
eingöngu, megum vér sleppa öllum samburði; í þeirri
grein ber hann höfuð og herðar eigi einungis yfir alla
samtíðarmenn sína hérlenda, heldur öll sálmaskáld vor,
sem síðan hafa lifað. Valda því hans sérstöku gáfur og
guðmóður. Þótt þá og síðan hafi verið ort einstök guðrækin
ljóð jafn fögur og hrífandi, hafa þau verið stutt og á
stangli; er margt á milli að yrkja einn og einn ágætan
sálm, og samstiltan flokk margra sálma, eins og píningar-
sálmar H. P. eru. Nú þótt tíminn, sem liðinn er frá miðri
17. öld, er sálmarnir voru ortir, hafi að vissu leyti haft
áhrif á sálma þessa eða skoðun manna á þeim, svo stór-
byltingaríkur, sem sá langi tími hefir verið, þá má full-
yrða, að álit H. P. sé jafnmikið enn hjá þjóð vorri sem
það var fyrir 200 árum síðan. Margir eru að vísu, eða
allflestir, fallnir frá rétttrúarguðfræði 17. aldarinnar, en
aðgætandi er, að trúhneigðum mönnum gerir það minna
til þótt skoðanaskifti verði í trúarefnum, menn elska eins
13