Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 83
Hallgrímur Pétursson.
195
sálma fyrir hvern dag föstuunar út af píningarsögu Krists
— þau tildrög má hugsa að hafi verið þessi:
Hann var nú á bezta skeiði, leiddur af guðlegri for-
sjón úr örbirgð og umkomuleysi til þeirrar stöðu, er hann
hafði óskað sér, og náð hylli og áliti beztu manna þjóðar
sinnar; hví skyldi honum þá ekki hafa komið í hug —
ef ekki áðurnefndir hugsjónadraumar, þá samt sú innri
skylda eða köllun, að bæta og fullkomna æfistarf Giuð-
brandar biskups með gáfu þeirri, er hann fann að guð
hafði lánað honum. Hann fann til þess, að hin mörgu
góðu rit frá Hólum höfðu sinn galla: þau voru fæst frum-
rituð á íslenzka tungu. Ur þvi hefir hann gjarnan viljað
bæta. Eða mun hann ekki þá í upphafi fyrirtækis síns
hafa ákallað drottinn á líkan hátt og hann síðar gerði í
versinu: »Gef þú að móðurmálið mitt, minn drottinn þess
eg beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt
út breiði?« Eitt er víst: ásetningur hans hefir fyrirfram
verið fastákveðinn og helgaður með bæn og fyrirhyggju
— alt hvað mál, form og tónaval snerti. Því eins
og Jónas Jónsson söngfræðingur hefir sýnt og sannað,
hefir val tónanna eftir textum og efnisblæ þeirra verið af
skáldinu grundvallað á fullri listaþekkingu þeirra tíma.
Eru og lögin, engu síður en efni og orðfæri, einmitt það, sem
haldið hefir sálmunum nýjum og lifandi á vörum þjóðar
vorrar alt til þessa dags. Tíu ár er mælt að verkið hafi
yfirstaðið, og er hann lauk því hafi hann verið hálf-
fimtugur; fer og fjarri því að nokkur afturfara- eða van-
heilsumerki finnist á sálmunum, heldur er því líkast, að
höfundinum hafi vaxið ásmegin eftir því sem verkið lengd-
ist, og það 8vo, að síðari tveir fimtu partar sálmanna eru
berlega bezt ortir og jafnastir. Tvær aðalhliðar píningar-
sálmanna vil eg benda á, fyrst hina siðfræðilegu,
en siðan hina trúarlegu, þótt trú og siðaspeki fylgist
að í öllum góðum sálmakveðskap. Að öðru leyti er ekk-
ert hagræði að benda á nokkur sérstök einkenni á þess-
um sálmum, svo heilsteyptir og sjálfum sér líkir eru þeir,
en þ a ð einkennir áreiðanlega sálma H. P., að hvar sem
13*