Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 85
Hallgrímur Pétursson.
197
Kvöl sina Jesús kallar.
Og Þú mátt þig þar viö kugga.
í'8. s. hin alkunnu vers (13.—17.) er byrja avo:
Nú stendur yfir mín náðartíð.
Íf9. s. út af flótta lærisveinanna:
An drottins ráða er aðstoð manns
í engu minsta gildi, o. s. frv.
í 10. s. er þetta skörulega vers:
Jesús vill að þin kenning klár
kröftug sé hrein og opinskár,
lík hveilum iúðurs hljómi, o. s. frv.
í 11. s. þetta kjarnyrta vers:
Koleldi kveyktum jaÍDast, o. s. frv.
Úr 14. s. má minna á þetta vers:
Okendum þér, þó aumur sé,
aldrei til legðu háð né spé,
þú veizt ei hvern þú hittir þar,
heldur en þessir Gyðingar.
í þeim sálmi tekur skáldið og á drepmeini sinnar aldar:
Sá sem guðs náð og sannleikann
sér, þekkir, veit og skynja kann,
kukl og fjölkyngi kynnir sér,
Kaífas þrælum verri er.
16. s. (um iðrun Júdasar) er hin minnilegasta við-
vörun í öllum sálmunum.
í 19. s. er og þetta kröftuga aðvörunarorð:
Rannsaka sál mín, orð það ört, —
eins og versið (í 15. s.):
En þú, sem átt að vera
útvalinn drottins þjón?
Þar og víðar talar H. P. til embættisbræðra sinna.
í 21. s. eru og mjög hjartnæmar heimfærslur.
í 28. s. vil eg benda á versið:
Eg spyr, hvað veldur, ódygð flest, o. s. frv.
Timi og rúm meina mér að telja fleiri dærai, svo að
eg verð að sleppa mestu af spakmælum og snillyrðum.