Skírnir - 01.04.1914, Page 88
200
Hallgrimur Pétursson.
I dag er sem eg heyri anda H. P. tala guðserindi til
vorrar þjóðar og segja: »Guð og hans Kristur í yður
blessi þér enn þá lengi ljóðin mín ástkæra þjóð! Eitt
eiga þau að geyma, sem seint mun dauðann smakka, og
það er trúarlöngun mín — leit mín og þorsti eftir lifanda
guði, — án auðmjúkrar eftirþrár þýðir andríkið minna, þvt
gáfur manna blessast ekki nema s á helgi þær, sem vér
erum í, lifum og hrærumst. Fylg þeirri trúarfræði, sem
tímarnir kunna að þurfa, en látið guðs hönd og anda leiða
yður í sannleika. Látið hið eldra gjarnan standa meðan
hjörtun elska það; það mun falla af sjálfu sér, þegar hið
betra hefir nægilega rutt sér til rúms.
Megi guðs opinberun, hvaðan sem hún kemur, kenna
þér, kæra þjóð, fyrir vit og reynslu, að endurfæðast og
íklæðast þeim Kristi, sem skapaður er í guðs mynd og er
skuggi hans veru og ljótni hans dýrðar. Skrýð þig betur
og betur kærleik, sannleik og réttlæti, sem er sá kjarni
kristinnar trúar, sem tíminn aldrei eyðir eða deyðir, og
lær með hverri komandi öld að syngja guði nýjan söng
æ innilegri, háleitari, heilagri: því
helzt mun það blessan valda
meðan guðs náö
lætur vort láð
lýði og bygðum halda“.
Og svo viljum vér svara anda vors ódauðlega skáld*
mærings og segja:
Trúarskáld, þér titrar belg og klökk
tveggja — þriggja alda hjartans þökk!
Niðjar Islands munu minnast þin
meðan sól á kaldan jökul sín.
Matthías Jochumsson.