Skírnir - 01.04.1914, Side 96
208
Dómnr Dr. V. G. nm „Hrannir11.
í eignarfalli (sjá Noreen: Altisl. u. altnorw. Grammatik, 3. útg. §
385, 2). »Ýrviður« mun vera prentvilla. »Annað veif« særir ekki
mitt eyra.
Þá nefnir Dr. V. G. orð er hann telur dönskuslettur: »lak«
er gamalt í málinu, »línlak« kemur t. d. fyrir í Ólafs sögu
helga; »þanki«, hefir tíðkast hér á landi að minsta kosti síðan
um og fyrir siðaskiftin, og Jónas Hallgrímsson hefir látið sór sæma
að nota það; »sinni« er að líkindum jafngamalt og byzt eg við að lengi
verði sagt »svo er margt sinnið sem skinnið«, »deyð« hafa Jón
Arason, Hallgr. Pétursson, Matthías Jochumsson o. fl. o. fl. kveðið
um; að »fanga« kemur fyrir þegar á 13. öld; uð »búa e-ð« þekkir
hvert mannsbarn, t. d. búa skip, beð, öndvegi, hús, stofu, borð,
ferð, mál.
Yersta misþyrmingin þykir Dr. V. G. þó það, hvernig E. B.
notar þáguföllin, en þá misþyrmingu hefir málið orðið að þola alt
frá dögura Edduskáldanna, því þar má finna samskonar dæmi og
þau sem Dr. V. G. vítir E. B. fyrir:
Vanga stundum mjúkan mey
mansöngs bagan vermir
segir E. B.
Kómu þér ógögn
öll at hendi,
þás bræðr þínum
brjóst raufaðir,
segir { Völsungakviðu. Og hví skyldi ekki mega segja: Þetta »er
mór við hæfi« eins og »þetta hæfir mór« eða »þetta er mór
hæfilegt« ?
Um Grænlunds bygðir segir E. B.:
Háðar engum fundust fyrst
frónskum landnámsmanni.
í Völsungakviðu hinni fornu stendur:
Nú’s sagt mær
hvaðan sakar gerðusk,
hví vas á legi mór
lítt steikt etit.
Og í Vafþrúðnismálum segir um Njörð:
ok varðat hann ásum alinn.
Að »hníga e-m« í merkingunni að hníga fyrir einhverjum er
og fornt mál: »eigi mon svá ramligr borgarveggr, at eigi mone
falla þegar er hann veit Alexandrum nær koma, ok enir hæsto