Skírnir - 01.04.1914, Qupperneq 105
Ritfregnir.
217
um. ÞaS leikur varla vafi á, að sveitalíf er óbrotnara en kaup-
staðarlíf, ekki sízt Reykjavikurlifið, þar sem stórf og stéttir og lífs-
kjör mannanna eru miklu fjölbreyttari en fram til fjalla vorra og
dala. Eg hygg, að flestir verði ásáttir um það, að Reykjavíkur-
sögur hans standi ekki sveitasögum hans á sporði í skáldlegri list,
og er þó margt vel um sumar Reykjavíkurlýsingar hans, einkum í
)>Gulli«. Hann kallaði eitt smásögusafn sitt »Smælingja«, enda var
það sagt í ritdómí um þá bók, að hann væri skáld smælingjanna,
og var það vel mælt. Margar þær frásögur og mannlýsingar, er
honum hafa bezt heppnast og læst hafa sig fastast í hug og hjörtu
lesenda hans, herma frá æfi og örlögum andlegra og alómentaðra
smælingja, sem eru, að kalla, ósnortnir af allri menning samtíðar sinnar.
Flestar söguhetjur hans, bæði konur og karlar, þroskaðar og óþrosk-
aðar, eru og að því leyti smælingjar, eð viljarnir eru óstyrkir og
láta undan síga, slaka. er reytiir á trúfesti þeirra við það, sem
þeim er bezt gefið og dýrmætast. Það er dimt og lágt undir loft
í hugum þeirra. Það þarf ekki annað en minna a Sigvalda í »Brúnni«,
Imbu vatnskerlingu í Ofurefli, sem er sú söguhetjan í þeirri
bók, er mótuð er með mestu lífi og einstaklingseinkennum. Hann
er skáld óblandinna manna í andlegri, en ekki siðferðislegri, merk-
ingu. En það er llka aðdáunarvert, hve vel hann kann skapi þessa
fólks og hve snildarlega honum takast lýsingarnar á því. Fyrst er
þess að geta, að hann er gagnkunnugur allri úthverfu á lífi ís-
lenzkra sveitamanna, húsakynnum, klæðnaði og störfum. Þó dettur
manni stundum í hug, að hann viti betur deiii á sveitalífi, eins og
það var fyrir 30 árum, heldur en það er nú, enda gerist ein smá-
sagan fyrir svo löngum tíma. Og hann veit ekki síður skyn á
innra lífi þess, sem áður er getiö. Og hann er jafnfróður um allar
stóttir. Hann veit um vinnukonurnar, raunir þeirra og deilur sín
á milli og við heimilisfólkið. Hann smýgur sem köttur gegnum
mjóa veggjarholu inn í hugi húsfrúnna og nær þar í smásmugleg-
ustu áhyggjuefni, sem barnaskapur þeirra og mentunarleysi hefir
látið ná tökum á þeim og ljósta þær raunum og gremju. Eg get
ekki stilt mig um að minna hór á konurnar, sem vonuðu, að »bölvað
ekki sins ílátaleysið« yrði ekki eins bagalegt í Yesturheimi og hór
heima. Og hann þekkir bændurna, ráðríki þeirra, íhaldssemi, hrotta-
skap, þráa og skilningsleysi á öðrum mönuum, og það jafnvel nán-
ustu vandamönnum þeirra. Það leynir sór hvergi, að hann er
veruleiksskáld. Og það sannast á honum, sem andstæðingar þess-
arar listastefnu hafa fundið henni ti) foráttu, að hann litur dökkum
augum á lífið, og að lýsingar hans bera merki þess.
En það er eitt atriði, sem er bæði göfugt og stórvaxið í þess-
um sögum hans, og það er samúð hans með smælingjunum og
olnbogabörnum örlaganua. Hann sór og skilur og sýnir oss af
skáldlegri list, að geð þessara aumitigja og fáráðlinga eru »lítilla
sanda, lítilla sæva« eins og Hávamál komast að orði. En hann
sér og sýnir meira. Þpir eiga bágt. Þeir fara alls á mis og hlut-
skifti þeirra eru þjáningar einar og óhamingja. »Mór hefir aldrei-