Skírnir - 01.04.1914, Side 106
218
Ritfregnir.
lagst neitt til«, segir ein söguhetja hans, er hún er að dauða kornin.
Og hann hefir glögt auga á þeim ójöfnuði, sem ríkir í mannlegu
félagi. Hér kemur það aftur í ljós, hve trútt hann fylgir raunsæis-
stefnunni. Flestir rithöfundar, þeir er um það efni hafa ritað,
játa, að fegursti þátturinn í fari þeirrar stefnu sé samúð hennar
með þeim, er guðir og menn og gæfa hafa snúið bakinu við, og að
hún vinni óbeinlínis — með sannsögulegum lýsingum — gegn rang-
læti því, er þjóðfélagið beitir þessa menn, sem verða að neyta
matar síns í svo miklum sveita síns andlits.
Skáldið fyrirlitur ekki þessa andlegu fátæklinga, er hann s/nir
oss. Hann skilur sársauka þeirra og kvalir. Hann hæðir þá ekki,
en hann getur oft og einatt ekki varist að brosa að þeim. Það er
þetta 8amúðar- og góömenskubros höf. að allri einfeldninni, smá-
munaseminni og barnaskapnum, sem fegrar og prýðir sögur hans.
I þessum nýútkomnu bókum hans sjást sömu einkennin. Enn
nær haun beztum listatökum á sveitalífinu og óblönduðum og
óþroskuðum sálum. Fyrsta sagan »Á vegamótum« minnir á Ofur-
efli, og er margt vel um hana. Hún segir frá mentuðum presti,
gæddum góövild og sannleiksást, en hann brestur styrkan og ein-
beittan vilja, sem mörg önnur systkin hans, söguhetjur skáldsins.
Skáldið lætur prestinn sjálfan í viðræðu við konu sína lýsa vel efa-
semdum sínum, ráðþrotum og kjarkleysi. »Þegar bækurnar einar
eru fyrir framan okkur, þá eru allar götur greiðfærar«, segir hann.
— »En þegar út í lífið kemur, verða göturnar svo margar og
vandi að greina þær hver frá annari . . . Og á menn eins og mig
dettur oft myrkrið, áður en okkur varir, myrkur efans og ráða-
leysisins«. En mér finst þó viðtal hans og oröræður stundum
bresta líf og auðkenni talaðs máls. Höf. lætur betur að líkja eftir
samræöur ómentaðs en mentaðs fólks. Merkingar- og efnismikil er
lýsingin á kríunum í þessari sögu. Þótt sveitasögurnar í »Frá
ýmsum hliðum« hljóði ekki um eins veigamikið efni og »Á vega-
mótum«, bera þær af henni í skáldlegri íþrótt. Miklar ágætis-
sögur eru þær »Marjas« og »Vistaskifti«! I »Vistaskiftum« birtist
sem í eldri smásögum hans af sama tægi djúpsett samúð höf. með
hrjáðum og hröktum vesalingum og skarpur skilningur á kjörum
þeirra, bágindum og raunum. Er slík samúð áreiðanlega eitt þess,
sem mest er i heimi. Afbragðsverk skáldlegrar listar er »Marjas«.
Efnið er að vísu ekki mikilvægt, en höf. fer með það af frábærri
snild. Allur búningurinn fer efninu svo vel, liðast dásamlega vel
utan um allan vöxt þess og skapnað. Hvert orð, hver setning í
sögunni er laugað og liðkað hæglátri kýmni og fíngerðu brosi höf.,
og það á svo vel við í þessari lýsing á barnslegum hégóma, skringi-
legum raunum og furðulega smávöxnum áhyggjuefnum lítt þrosk-
aðra sálna. Og rnálið er ramíslenzkt sveitamál, svo að það má hik-
laust jafna því við það, sem bezt hefir verið ritað í Þjóðsögum
Jóns Árnasonar.
í seinasta skáldskap hans, i leikritinu »Lénharði fógeta« og sein-
ustu sögunni og æfintýrinu kennir nokkurrar nýbreytni, bæði að