Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1914, Side 106

Skírnir - 01.04.1914, Side 106
218 Ritfregnir. lagst neitt til«, segir ein söguhetja hans, er hún er að dauða kornin. Og hann hefir glögt auga á þeim ójöfnuði, sem ríkir í mannlegu félagi. Hér kemur það aftur í ljós, hve trútt hann fylgir raunsæis- stefnunni. Flestir rithöfundar, þeir er um það efni hafa ritað, játa, að fegursti þátturinn í fari þeirrar stefnu sé samúð hennar með þeim, er guðir og menn og gæfa hafa snúið bakinu við, og að hún vinni óbeinlínis — með sannsögulegum lýsingum — gegn rang- læti því, er þjóðfélagið beitir þessa menn, sem verða að neyta matar síns í svo miklum sveita síns andlits. Skáldið fyrirlitur ekki þessa andlegu fátæklinga, er hann s/nir oss. Hann skilur sársauka þeirra og kvalir. Hann hæðir þá ekki, en hann getur oft og einatt ekki varist að brosa að þeim. Það er þetta 8amúðar- og góömenskubros höf. að allri einfeldninni, smá- munaseminni og barnaskapnum, sem fegrar og prýðir sögur hans. I þessum nýútkomnu bókum hans sjást sömu einkennin. Enn nær haun beztum listatökum á sveitalífinu og óblönduðum og óþroskuðum sálum. Fyrsta sagan »Á vegamótum« minnir á Ofur- efli, og er margt vel um hana. Hún segir frá mentuðum presti, gæddum góövild og sannleiksást, en hann brestur styrkan og ein- beittan vilja, sem mörg önnur systkin hans, söguhetjur skáldsins. Skáldið lætur prestinn sjálfan í viðræðu við konu sína lýsa vel efa- semdum sínum, ráðþrotum og kjarkleysi. »Þegar bækurnar einar eru fyrir framan okkur, þá eru allar götur greiðfærar«, segir hann. — »En þegar út í lífið kemur, verða göturnar svo margar og vandi að greina þær hver frá annari . . . Og á menn eins og mig dettur oft myrkrið, áður en okkur varir, myrkur efans og ráða- leysisins«. En mér finst þó viðtal hans og oröræður stundum bresta líf og auðkenni talaðs máls. Höf. lætur betur að líkja eftir samræöur ómentaðs en mentaðs fólks. Merkingar- og efnismikil er lýsingin á kríunum í þessari sögu. Þótt sveitasögurnar í »Frá ýmsum hliðum« hljóði ekki um eins veigamikið efni og »Á vega- mótum«, bera þær af henni í skáldlegri íþrótt. Miklar ágætis- sögur eru þær »Marjas« og »Vistaskifti«! I »Vistaskiftum« birtist sem í eldri smásögum hans af sama tægi djúpsett samúð höf. með hrjáðum og hröktum vesalingum og skarpur skilningur á kjörum þeirra, bágindum og raunum. Er slík samúð áreiðanlega eitt þess, sem mest er i heimi. Afbragðsverk skáldlegrar listar er »Marjas«. Efnið er að vísu ekki mikilvægt, en höf. fer með það af frábærri snild. Allur búningurinn fer efninu svo vel, liðast dásamlega vel utan um allan vöxt þess og skapnað. Hvert orð, hver setning í sögunni er laugað og liðkað hæglátri kýmni og fíngerðu brosi höf., og það á svo vel við í þessari lýsing á barnslegum hégóma, skringi- legum raunum og furðulega smávöxnum áhyggjuefnum lítt þrosk- aðra sálna. Og rnálið er ramíslenzkt sveitamál, svo að það má hik- laust jafna því við það, sem bezt hefir verið ritað í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. í seinasta skáldskap hans, i leikritinu »Lénharði fógeta« og sein- ustu sögunni og æfintýrinu kennir nokkurrar nýbreytni, bæði að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.