Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1914, Side 110

Skírnir - 01.04.1914, Side 110
222 Ritfregnir. mæðu sinni og veikindum. Hann virðist aðallega hafa ætlað börn- um sínum bókina, skrifaði hana sér hvorki til lofs nó frægðar, og segir stórt og smátt um sjálfan sig með þeirri einföldu sannleiksást og hreinskilni, sem aðeins miklum mönnum er léð. Síra Jón hefir verið fágætur maður, sterkur og einfaldur, sannur sveitarhöfðingi og sannur prestur, — »guðshetja« í fornum stíl. Það hefir auð- vitað orðið Jóni Trausta ofurefli, að ætla sér að skálda upp sögu þessa manns. Þar sem síra Jón er fáorður og fastorður í frásögn, teygir Jón Trausti lopann með hinu mesta marglæti. Hann lysir ásta- málum síra Jóns og Ingibjargar Olafsdóttur og er þó meira en óvíst, að síra Jón hafi nokkurn tíma rent hug í þá átt. Ef einhver hefði Bkrifað þetta um síra Jón lifandi, mundi hann að öllum líkindum hafa reynst þeim manni bænheitur. En á nú ekki dauður maður að hafa sama rótt á sér sem lifandi maður eða jafnvel meiri, þar sem hann getur ekki borið hönd fyrir höfuð sór? Þeir sem vilja kynna sér meðferð Jóns Trausta á æfisögu síra Jóns ættu að bera saman frásagnir þeirra beggja um bónorðsförina vestur að Setbergi. Síra Jón lýsir því ferðalagi með svo hjartanlegri hreinskilni að maður verður alveg hissa á því, að Jón Trausti skyldi láta sór til bugar koma að fara að lýsa því á ný. Síra Jón þarf sjálfur að segja frá vonbrigðum sínum — fastheldni sinni við bónorðið, svör- um stúlkunnar, »brennivínshyTgununni« o. s. frv. — það getur eng- inn núlifandi maður gert eins vel. En þar að auki raá margt annað að sögunni finna. Sagan hefir engan 18. aldar blæ. Það væri t. d. gaman að heyra höf. færa fram líkur fyrir því, að nokkur alþýðumaður á íslandi á 18. öld hafi hugsað og talað eins og Gísli á Geirlandi. Eða hvernig stendur á því, að höf. lætur Ólaf Pálsson skrifa unnustu sinni bróf, eins og guðfræðisstúdent við háskólann mundi skrifa nú. 18. aldar maður skrifaði sinni »ehruvirdandi, dygðum prýddu« unnustu á alt aðra leið. Bréfastíl 18. aldarinnar hefði höf. þó átt að vera auð- velt að stæla. — Þeir sem hafa lesið fyrri skáldsögur Jóns Trausta með ánægju og þess vegna hafa opnað hverja nýja frá honum með eftirvænt- ingu, mundu óska, að hann hefði aldrei skrifað þessa bók. En þeir eru líka sannfærðir um, að hann eigi ennþá eftir margt óskrif- að, sem skari fram úr því, sem hann hingað til hefir bezt gert. Árni Pálsson. Isak Collijn: Tvá blad af det förlorade Breviarium Nidar- osiense, Hólar 1534. Sjerprent úr: Nordisk tidskrift för bok- och biblioteksvásen, Arg. I (1914): 1. Grein þessi skírir frá mjög svo merkilegum fundi, sem C. M. Stenboek greifi fann firir nokkru í bandi á pappírshandritinu nr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.