Skírnir - 01.04.1914, Page 112
Ganymedes.
Eftir Goethe.
Hve glóirðu glatt mig í kringum
I geisladýrð morguns,
Yndisvæna vor!
MeS ótalfaldri
Unaðsfylling
Þrengist mér hrífandi aS hjarta
Þíns hins eilífa yljar
Astkend alheilög,
Endalausa fegurð.
Ó að fengi eg þenna
I fang að nema.
Ligg eg hór við brjóst þitt
Af löngun vanmegna,
Og blóm þin og gras þitt
Sig breiöa mér að hjarta
Þ.t kælir brennandi
Þorstann mór í brjósti,
Árdagsandvari!
Og innan um þ/ðlega
Ur þokudalnum
Ástaríkum órni
Kallar á mig náttgali —
Eg kem, eg kem.
Hvert þá, æ hvert þá?
Upp, upp stígandi
Er eg að líða,
Svífa niður skýin
Og sig þau lægja
Munarþránni móti —
Til mín, til mín
Hóglega, ó ský!
í skauti yðar,
Faðmandi, faðmaður
Flyzt eg í hæðir
Upp þér að brjósti,
Áltelskandi faðir!
Steingr. Thorsteinsson
þýddi.