Ný félagsrit - 01.01.1844, Side 100
100
TM LÆKSASKIPHX A ISKAKDl.
setníngu, o. fl. þeir ætti og aí> hafa umsjón uni, a?>
sýslulæknar væri birgir a?> mebölum, og a?) þeir væri
ólatir aí> feríiast þegar þeirra væri vitjaö. Bæöi fjórö-
úngslæknar og sýslulæknar ætti aí) vera skyldir aö hafa
meööl, nema því aö eins aí> nóg væri af lifjabúöum í
umdæmum þeirra, en heindlt ætti þeim aö vera aö hafa
meööl, þó lifsölumenn væri í grend viö þá, skyldu þeir
mega fá þau hvaöan sem þeir vildi, og ekki vera skuld-
bundnir til, einsog nú er títt, aö taka þau frá enni næstu
lifjabúö. Islenzkir embættismenn hafa á seinni tímuni
látiö sér annt um aö fá liljabúöum Ijölgaö á ymsum
stööum, er undirrót þess sú, aö fjáröúngslæknarnir hafa
opt veriö meöalaþrota, og sumir þeirra hafa jafnvel óskaö
þess, aö liíjabúöir yröi settar í grend viö þá, af því
þeim hefir fundizt of öröugt aö hafa hæöi lifsölu og Iækn-
íngar á hendi. Eg fyrir mitt leiti þykist sannfæröur um,
aÖ hezt mundi fara ef öllum lækuum á Islandi væri leyft
aö liafa lifjabúö, og eru margar mikilvægar röksemdir
sem mæla fram meö því: fyrst er þaö, aö þá heföi
læknar jafnan meööl viö hendina þegar þeirra væri vitjaö,
og er þaö mikill hagnaöur fyrir sjúklínga, þegar viö
liggur, því auöséö er, aö þaö eykur mikiö^bæöi kostnaö
og fyrirhöfn, þegar menn veröa aÖ sækja lækni og meööl
sitt í hverja átt. Lifjabúöir eru einkurn nauösynlegar
þar sem fjölbyggt er, en fáir læknar aö tiltölu, því þá
getur lifsölumaöurinn létt undir hagga meö læknunum;
essvegna eru liíjabúöir hentugar í stórum borgum, þar
sem læknaskortur er, en ckki þarf þeirra meö þar sem nóg
er af læknum, og hverr læknir hefir næga tíö til aö sjá
um meööl sin. Umfram allt ætti menn aldrei að gleyma
því, að meöölin eru ekki annaö enn verkfæri, sem