Ný félagsrit - 01.01.1844, Blaðsíða 42
42
UM LÆKJí ASKIPUN A ISLANUI.
honum því jafnan heppilega aíi lækna; hann var og gáf-
aíiur vel og bar skynbragð á marga hluti; hann andabist
ár 1840.
Landlæknir Jón Sveinsson var haldinn lærbur maíiur
og vel aS sér, en svo fór fyrir honum sem mörgum
öérum læknum, þeim er veriö hafa á Islandi, a?> honum
varb á aö halla sér aS flöskunni og mun þaö mjög hafa
spillt kostum hans; hann var heilsutæpur jafnan og and-
aíiist 1803.
Eptir Jón Sveinsson kom Iandlæknir Tómas
Klog, danskur maíiur aö ætt og lítt fallinn til ab vera
/
læknir álslandi; ekki veit eg til ab hann hafl kennt
neinum læknisfræíii, enda eru og danskir menn ekki vel
fallnir til slikra hluta úti á Islandi; her þab til þcss, ab
hvorki vita Danir svo gjörla hvað Islendingum bezt
hagar, enda eru þeir og að mestu ókunnir kvillum þeim
er þar gáuga, og hafa sjaldan þolinmæði á ab ígrunda
þá til hlýtar; þarabauki stendur hugur þeirra jafnan
til Danmerkur, og er því eigi við að búast að þeir leggi
mikla stund á að verða Islandi að liði.
Eptir að þeir læknarnir: Jón Pétursson, Jón Einars-
son og Olafur Brynjólfsson voru dauðir, vantaði íslenzka
lækna að setja í stað þeirra, því Klog landlæknir hafði
ekki lagt stund á að kenna neinum Islendi'ngi læknisfræði;
stjórnin varð þessvegna að senda danska lækna til lands-
ins og voruþeir þessir: Hvítsteinn fyrir vestan, Hoff-
mann fyrir norðan ogKjerulf fyriraustan; nú með því
að þeir voru menn laklega að sér í læknisfræði, og áttu
ekki við Island, þá er ekki kyn þó landsraönnum brigði
við þá og þætti Iítið til þeirra koma. Danir eru svo
gjörðir að þeir eiga flestir lítt við Island. LJppeldi þeirra
og mentun er að mestu leiti löguð á þann hátt, að það á