Ný félagsrit - 01.01.1852, Page 1
L
FYRRUM OG NÚ.
T vennt er þab einkum, sem undrum þykir gegna,
þegar menn renna augunum yfir sögu íslands, frá því a&
hin forna landstjórn laghist niöur og þjóhin gekk á hendur
erlendum konúngum — en þah er fjöld hörmúnga þeirra
og harmkvæla, er jafnan hafa síban gengib yfir landib,
bæíii af guös og manna völdum, og eymd sú og vesalmennska,
er optast hefir komiS fram í viöleitni manna til ab draga
úr hinum skahlegu afleiöíngum þeirra. þegar menn lesa
um hina ógurlegu jarhelda, er sí&an í sífellu hafa veriö
að vinna aö verki eybileggíngarinnar, gjöra blómlegar
sveitir aö öræfum og brjóta nibur bústaöi manna, eða þá
um drepsóttirnar miklu, er jafnan hafa vitjah Islands
síöan svarti dau&i geysahi yfir (c. 1400), og stundum
drepib menn svo í hrönnum aö ótrúlegt er — þá mega
menil miklu fremur furha sig á því, aö eitt mannsbarn
skuli lifa á Islandi enn, heldur en hinu, aö ástand lands-
ins ei sé blómlegra eba kjarkur almenníngs meiri enn nú
er hann. Og þó er þetta ekki hib versta. Meöan landiö
lá í umbrotunum og gjöröist heldur svefnhöfugt, sendi
1