Ný félagsrit - 01.01.1852, Blaðsíða 8
8
FYRRUM OG NU.
nú fdr í hönd, 13da öldin, var ætlub til þess a& ver&a
dgæfu-öld Islendínga.
Vér viljum her ei ey&a mörgum or&um um Sturlúnga-
öldina, er eiginlega kom af því, aí> höf&íngjar vildu ei
lengur hlý&nast lögunum, og telja má a& hefjist þegar
Sighvatur Sturluson fór herferbina til EyjaíjarSar, og lagbi
undir sig go&orbin þar og bætti vib þau, er hann ábur
átti. Er þetta ab nokkra leyti líkt því, er Haraldur hárfagri
hóf ab berjast til ríkis í Noregi forírnm, en sá er þó
munurinn, a& engum íslenzkum höf&íngja tókst á endanum
a& gjöra sig a& einvöldum herra alls landsins, vegna
þess aö Noregskonúngar ur&u þeim of ríkir, og höf&u miklu
betra færi á a& skipta sér af málefnum íslands um þetta
leyti, en nokkur erlendur konúngur haf&i haft um daga
Haralds til a& skipta ser af fyrirtækjum hans. þa& getur
naumast veri& efasamt, a& tign og vir&íng go&anna fornu
hafi nokkub or&ib a& raskazt og mínka þegar kristni var
lögleidd, því nú fylgdi henni ei lengur hin forna trúar-
helgi, er hofin voru brotin niöur, og hver höf&íngi átti
aptur í valdi sínu a& láta reisa kirkju á bæ sínum, og
me& því móti, ef til vill, líka reyna :a& ná til sín hinu
veraldlega valdi. En me& þessu móti raska&ist öll undir-
sta&an undir landstjórninni og vir&íngin fyrir lögunum,
svo a& einstakir höf&íngjar fóru meira a& hugsa um a&
auka ríki sitt og eignast mörg go&orb, heldur en a&
gæta hins, hve illt af því mætti lei&a fyrir land og lý&,
og þá líka fyrir ni&ja sjálfra þeirra þegar fram li&u
stundir — og þa& sem verst var, a& enginn haf&i rá& nö
ríki til a& banna þeim þetta, því þa& var æ hinn mesti
löstur á þjó&stjóminni íslenzku, a& hvorki lögsöguma&urinn
n& nokkurt anna& yfirvald haf&i rá& til a& sjá um stjórn
höf&íngja í sveitum og gæta þess, a& þeir færi ei illa me&