Ný félagsrit - 01.01.1852, Side 16
16
FYRRUM OG «U.
Kristján konúngur IV. hafbi sett verzlunareinokunina í
hásæti vib hlib ser. Iíefbi t. a. m. andi sá, sem vekja
átti, komib frá Englandi, eba einhverju þvílíku landi, þá
mundu menn miklu fremur hafa kannazt vifc eitthvab fornt
í athæfi og öllum stjúrnarliáttum þeirra manna, er ab
endurbótunum hefbi studt, og þeim því ef til vill orbib
lángtum betur framgengt. En eptir því sem ástatt var,
var ei vib því ab búast, og þab er miklu fremur hörm-
ulegt, ab svo ágætir menn, sem t. a. m. Eggert Olafs-
son, skuli ei hafa komizt á betri stefnu. Allar þær
breytíngar, sem þá voru gjörbar á Islandi, voru runnar af
hinni sömu rót, sem hin svonefnda allsherjarspeki, er þá
einkum. tíbkabist á Frakklandi og Voltaire efldi mest, en
síban olli byltíngunni miklu þar í landi. þó ab í þeirri
kenníngu væri mart satt og afleibíngarnar yrbu miklar
og heilladrjúgar, þá var þó miklu meira í henni ósatt og
einber hbgómi, og því gat heldur aldrei sá mabur, er
mestur var allra Islendínga og beztur á þeirri öld, Jón
Eiríksson gamli, fellt sig 'vib hana ne studt ab of miklum
nýbreytíngum fyrir Island. Hann þekti of vel fornt frelsi
til þess ei ab vita, ab þab var aldrei runnib af þeirri rót,
og hann einn hefbi verib færastur um ab vinna íslandi
sannarlegt gagn, ef hann hefbi mátt nokkru um rába.
En honum átti ekki ab aubnast slíkt, og miklu minni
mönnum honum var þab ætlab ab koma á breytíng-
unum um aldamótin, sem víst hvorki voru allskostar góbar
nö fullkomnar í sjálfum sbr, en einúngis ab svo miklu
leyti, sem þab er vonanda ab úr allri þeirri grautargerb
og hálfvelgju, sem meb þeim hófst, muni nú brábum geta
myndast nýtt og eblilegra tímabil í sögu landsins.
Ver höfum nú í stuttu máli farib yfir allt hib
markverbasta í sögu íslands fram ab aldamótunum, og