Ný félagsrit - 01.01.1852, Síða 25
BRKF FRA ISLANDI.
25
mörgum þykja aí) sitja á stórum sal í glæsilegu húsi, en
ah fara af) klifrast upp í fjöll og fyrnindi, og mæta kannske
hrakníngum og illvi&ri; en eg hugsaöi þá aptur á þessa
leib mefc sjálfum mör : þaö eru þ<5 samt sem áöur ágætir
hlutir þessir steinar, og þeir eru lángt frá svo heimskir
sem margur heldur þá. Já! eg býst viö, aö þegar öllu
er á botninn hvolft, þá se sumir af þeim eins skynsamir
eins og sumar mannaskepnurnar. Og hvaö þeir eru nú
hlýönir: — vel aö merkja, ekki eiginlega yfirvöldunum,
því þeir eru í rauninni frjálslyndir og gjöra ser engan
manna mun, heldur náttúrulögmálinu. Gáöu bara aö,
hvaö reglubundiö stuölabergiö er; og hvaö segir þú þá
um íslenzka „silfurbergiö" (dobbelspatiö). Imyndaöu þer
steina-þíng, samanstandanda af fjölda'af hinu falleg-
asta stuölagrjúti, stúrum silfursteinum, glæsilegum Ok-
steinum ^Okit) og hvítum hámelasteinum (Heulandit),
og segöu mer, hvort mönnum mundi ekki þykja þaö fallegt.
J)á er og annar kostur steinanna, og hann er sá, aö þeir
eru svo hreinir og beinir; þeir umbreyta ekki myndum
sínum þú gull se í boöi, og sýna sig aldrei ööruvísi en
þeir eru í raun og veru. þaö stoöar ekki aö ginna þá
meö titlum, eöa hæna þá aö sör meö „Oröum“, því
þeir gángast ekkert fyrir því. Kunníngjar þeirra geta
raunar unniö þá, ef þeir þekkja þá rett, meö dálitlum
hamri, en maöur veröur þú samt sem áöur aö gjöra þaö
meö lagi og samkvæmt náttúrulögmáli serhvers steins,
því svo hygginn ersteinninn, aö alltaf ber hann þaö
fyrir sig, aö hann láti ekki undan nema samkvæmt lögmáli
því, er náttúran lagöi honum fyrir. Hann veröur ekki
klofinn eöa brotinn svo í lagi sö, nema menn viti hvernig
í honum liggur, og brjúti hann eptir réttum náttúru-
lögum.