Ný félagsrit - 01.01.1852, Side 48
48
BREF FRA ÍSLAINDI
lengur. Einsog ntí stendur á kalla eg því öllu til haldib,
ef úr Námaijalli gætu fengizt svosem svarabi 2000 fjúrb-
úngar af nokkurnveginn hreinum óhreinsuímm brennisteini
á ári hverju, og eg ætla, aö Hlíbarnámur þegar frammí sækti
mundu varla lialda þa& út til lengdar, nema því aí> eins,
a& kraptur þeirra vi& nýrra jar&elda umbrot í nágrenninu
fengi nýtt afl, því þá þykir mör líklegt a& þær mundu
brá&um vaxa, og máske ver&a eins stórar einsog þá, er
þær hafa veri& í blóma sínum.
Um Kröflunámur er þa& a& segja, a& þær eru
svo litlar og vesælar sem ver&a má. Eru þar ekki a& sjá
nema 2 e&a 3 litlir brennisteinskatlar, og varla er þar nú
svo mikill brennisteinn, a& menn gæti fengiö þar á 10
hesta, þó allt væri til tínt sem í þeim er. Námur þessar
liggja nor&anvert í Kröflu; er svo sagt, a& þær hafi í
fyrndinni veriö þær stærstu námur vi& Mývatn, og mun
þa&an hafa komiö allmikiö af brennisteini þeim, er he&an var
fluttur í tí& Fri&reks konúngs hins annars; en svo segja
margir, og þar á me&al Hannes Finnsson, a& Kröflu-
námur hafi spillzt í eldsumbrotum þeim, sem úr Kröflu komu
1727. (H. Finnsson. „um brennisteinsnám og
kaupverzlan“, í Ritum hins íslenzka Lærdóms-Iista F&lags
IV. bls. 29). Má ennþá sjá merki til þessara eldsumbrota,
og er sú sögusögn au&sjáanlega á rökum byg&, a& þá muni
Kröílunámur hafa a& mestu leyti af tekizt, og ber þa& til,
a& þá heíir fjalliö gosiö úr s&r le&ju mikilli, sem runniö
hefir yfir allflestar námurnar, svo a& þær eru nú huldar
sandi og mikilli le&ju , og er enginn kostur a& þeim a&
komast e&a til þeirra aö ná, nema me& hinum mesta
kostna&i, er mundi ver&a lángtum meiri, en ábati sá er
af þeim yr&i haf&ur, þó þær nú væri eins og þegar þær
voru í bezta gildi sínu. þa& þarf því, einsog nú á stendur,