Ný félagsrit - 01.01.1852, Qupperneq 87
UM ALj>INGIS-KOSTNADINN.
87
lausafé *). En alþíng tók ekki nær því, ab fallast á
frumvarp þetta, heldur stakk þab uppá, ab jafna kostn-
abinum ab þrem hlutum á afgjald jarbanna. en ab fjórba
hluta á lausafeb, og skyldi svo standa þángab til búib
væri ab skipa skattgjaldi tier á landi meb nýju lagabobi **).
þessa uppástúngu samþyktist konúngur meb opnu brefi
18. Júlí 1848***), og er þar tengd vib hin afar mikil-
væga 3. grein: „ab gjaldib eptir 2. gr. (þ. e. af fasteign-
unum) skuli leigulibar greiba af hendi, en jarbeig-
endur endurgjalda þeim“f). Eins og vant er ab
vera um hverja nýja álögu, hversu lítib sem í hana er
varib í sjálfri ser, mun þessi álaga og hafa mætt
ymsum mótmælum, en ekki ætlum ver ab þau hafi
*) Vibb. vib Alþ. Tíb. 1847, bls. 46—50.
”) Alþ. Tíb. 1847, bls. 452—454.
•••) Vibbætir vib Alþ. Tíb. 1849, bls. 62—63.
+) þessi ákvörbun var öldúngis naubsynleg, enn þott hán væri
ekki tekin fram meb berum orbum í álitsskjali alþfngis,
því ella hefbi gjaldib lent á leigulibunum og þá yflrhöfub á
lausafénu, einsog víbast mun vera nm jarbartíundina, en vib
því vildi alþíng einmitt sporna á allan veg. Vér vitum ab
vísu, ab einstöku jarbeigendur hafa þegar frá upphafl leyft
sér ab hafast undan, ab endurgjalda leigulibum sfnum alþíngis-
kostnabinn, er þeir hafa greidt, en þar hafa þeir vib þab Iaga-
leysi, sem því ab eins getnr haldizt uppi og libizt, ab leigu-
libinn sé sú gúnga, ab bera sig ekki upp undan því löglega.
Hinir munu fleiri, sem hafa gjört þab ab byggíngarskilmálum
síban, og látib hina nýju ábúendur undir gángast í byggíngar-
bréfunum: ab greiba alþíngiskostnabinn endurgjaldslaust, en
vér ætlum, ab jarbeigendum sé þettaheimildarlaust,
og ab þeir hafl þar vib öldúngis ólöglega byggíngar-
skilmála, sem leigulibinn má færast undan ab fullnægja, af
því þeir eru gagnstæbir berum orbum í 3. grein lagabobsins, er
vér til greindum. Annab mál er þab, hvort jarbeigendum sé
ekki mögulegt ab fara 6vo f kríngum lagabob þetta á annan
veg, ab þeir megi losast sjálflr vib gjaldíb, ef þeir eru svu lyndir.