Ný félagsrit - 01.01.1852, Side 116
116
EPTIRLIT.
Grundvallarlög Danmerkur ríkis frá 5. Júní 1849 komu
út, en, eins og von var til, hafa þau ekki verit) send
híngaí) til lands til auglýsíngar, og af engum veriö álitin
hör gild, þar eö slíkt heföi veriö mútstætt eklci einúngis
fyrirheiti YÖar Hátignar, sem áöur var getiö, heldur og
einnig rettindum þeim, sem alþíngi eru veitt í tilskipun 8.
Marzm. 1843, viölíkt og hinum fyrri ráögjafarþíngum eptir
tilskipun 28. Maí 1831.
Sama áriö og grundvallarlög Danmerkurríkis komu
út, voru lögö fyrir alþíng kosníngarlög til þíngs þess, sem
Yöar Hátign haföi heitiö í bröfi Yöru 23. Sept. 1848.
Yöar Hátign samþykti frumvarp þíngsins til kosníngarlaga
þessara, og þaö sýndist sem bæöi þjúöin og stjúrnin væri
samþykk í, aö þíng þaö, sem heitiö var, skyldi koma saman
í fyrra. Meö undran heyröu menn her á landi, aö þíng-
inu væri slegiö á frest og þaö boöaö saman 4. Júlí 1851,
án þess mönnum væri ljúsar þær ástæöur, sem fyrir því
voru til færöar, ne heldur aö þjúö vorri væri boöaÖ nokkuö
þaö, sem gæti leiöbeint henni um, á hverju hún ætti von
eöa á hverju ekki.
Landsmenn komu saman á fundum, og rituöu bæn-
arskrár til Yöar Hátignar á ný, um aö þer vilduÖ mildi-
lega sjá svo til, aö auglýst yrÖi fyrirfram frumvarp þaö
til grundvallarlaga íslands, sem Yöar Hátign ætlaöi aÖ láta
leggja fyrir þjúöfundinn. Bænarskrám þessum hefir ekki
veriö svaraö.
A fundi viö Oxará í fyrra sumar komu saman margir
málsmetandi menn þessa lands, og þar á meöal ekki all-
fáir þjúöfundarmenn. Á þeim fundi var og stiptamtmaö-
urinn yfir Islandi, greifi af Trampe. Á þessum fundi
ræddu menn um nokkur grundvallaratriöi, sem snertu stöÖu
íslands í ríkinu, og voru þau samþykt á fundinum; var